Leita í fréttum mbl.is

Nýr foringi í Sjálfstæðisflokknum?

Bjarni Benediktsson alþingismaður formaður utanríkismálanefndar talaði skýrar en almennt gerist með ráðandi stjórnmálamenn eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Rætt hafði verið um ratsjárstöðvar á fundi nefndarinnar og Bjarni sagði að það mætti spyrja til hvers Ísland ætti að halda úti ratsjárstöðvum sem fylgdust með óvinveittum flugvélum sem ekki létu vita af sér. Umræða þyrfti að fara fram um þau mál.

Þessi ummæli formanns utanríkismálanefndar eru einkar athygliverð m.a. í framhaldi af samþykkt  fastaráðs Atlantshafsbandalagsins fyrir beiðni utanríkisráðherra og forsætisráðherra um þotuflug til landsins og vilja þeirra til að við tökum að okkur rekstur ratsjárkerfis sem Bandaríkjaher rak áður.

Formaður utanríkismálanefndar sagði líka að líklegt væri að Bandaríkjamenn mundu treysta á eigin ratsjár á hættutímum sem þýðir að við eigum að reka með ærnum tilkostnaði ratsjárkerfi til að hægt sé að halda úti ímynduðum stríðsleikjum fyrir þau Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde á friðartímum.

Ekki verður betur séð en formaður utanríkismálanefndar hafi verulegar efasemdir um gildi þess að við tökum að okkur að annast um það sem líklega er úrelt ratsjárkerfi. Ljóst er að hann vill skoða málið og ræða sem er ekki í samræmi við stjórnunarstíl Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sýndu á sumarþingi vilja til að koma sínu fram strax án samráðs við stjórnarandstöðu og án eðlilegrar skoðunar.

Frá því að Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs í íslenskri pólitík hefur mér virst sem þar fari mikið foringjaefni oghann sé líklegur til að leiða Sjálfstæðisflokkinn innan fárra ára standi hugur hans og metnaður til þess. Það væri athyglivert ef þessi ungi forustumaður í Sjálfstæðisflokknum mundi nú berjast fyrir því að tekin yrði upp stefna afabróður hans og nafna, sem á sínum tíma var forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að Ísland væri herlaust land og hefði ekki bein afskipti af hernaðarmálefnum.

Þau ummæli sem vitnað er til benda alla vega til þess að formaður utanríkisnefndar sé ekki tilbúinn til að taka hvað eina sem að honum er rétt og kokgleypa. Það er ánægjuleg nýlunda  þingmanns í Sjálfstæðisflokknum og mættu fleiri þingmenn hans taka Bjarna Benediktsson til fyrirmyndar.


Bloggfærslur 10. ágúst 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 150
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 4616
  • Frá upphafi: 2558539

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 4325
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband