Leita í fréttum mbl.is

Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar vegna ratsjárstöðva.

Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tók heldur betur aðra afstöðu en Bjarni Benediktsson varðandi rekstur ratsjárstöðva í meintu varnarskyni. Forsætisráðherra telur rétt að við eyðum einum milljarði í rekstur ratstjárstöðvana á þessu ári og næsta án þess að þörfin hafi verið skilgreind. Í frétt Morgunblaðsins nú segir hann að ekki sé útséð um hvernig rekstri ratsjárstöðva hersins verði hagað eftir að Ísland tekur þann rekstur yfir þ.16. ágúst þ.e. ekki á morgun heldur hinn. Lítil fyrirhyggja það og ámælisverður skortur á stefnumótun og afgreiðsllu máls.

William T. Hobbins yfirmaður flughers Bandaríkjanna í Evrópu segir mikilvægt að Bandaríkjamenn geti verið með æfingar hér en ræða eigi mál varðandi varnir Íslands á næstunni. Því er semsagt ekki lokið enn.

Enn vantar svör við þeim spurningum hvaða tilgangi ratsjárstöðvarnar þjóna? Þjóna þær einhverjum tilgangi á ófriðartímum? Þjóna þær tilgangi á friðartímum. Engin viðhlítandi svör hafa fengist við þeim spurningum eða eins og formaður utanríkismálanefndar sagði. "Það er mörgum spurningum ósvarað"

Það skiptir máli hvernig farið er með peninga skattgreiðenda jafnvel þó að ríkissjóður sé rekinn með góðri afkomu vegna þenslu í þjóðfélaginu. Það má gera ýmislegt fyrir einn milljarð króna og sennilega flest skynsamlegra en reka það sem er að öllum líkindum tilgagnslausar ratsjárstöðvar.

Vandræðagangur Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í þessu máli er ófyrirgefanlegur.

En meðal annarra orða er einhver ógn sem að Íslandi stafar úr lofti? Ekkert ríki í okkar heimshluta ógnar okkur og ekki verður séð að breyting verði á því í fyrirsjáanlegri framtíð. Hvaða brýna þörf er þá á loftvörnum. Er ekki mun brýnni þörf á að efla varnarviðbúnað og stuðla að öryggi borgaranna með öðrum og markvissari hætti. T.d. ná stjórn á miðborg Reykjavíkur um helgar.  


mbl.is „Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða framtíð ratsjárstöðva“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 63
  • Sl. sólarhring: 642
  • Sl. viku: 4529
  • Frá upphafi: 2558452

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 4247
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband