Leita í fréttum mbl.is

Var þetta slys eða er þetta staðan á Íslandi í dag.

Í Blaðinu í dag segir frá því á forsíðu að átta ára stúlka hafi beðið í fjóra mánuði eftir tannaðgerð með svæfingu. Sagt er að hún hafi verið orðin viðþolslaus af verk og hætt að borða. Þetta er ótrúlegt. Er það virkilega þannig að bið eftir aðgerð eins og þessari fyrir börn taki þennan tíma. Er það þannig að börn þurfi að bíða iðulega sárkvalin eftir því að komast í tannaðgerð.

Var þetta einstakt tilfelli eða er langur biðlisti eftir þessum aðgerðum. Við hljótum að spyrja hvort þetta sé það sem fólk megi búast við í þjóðfélaginu eða þetta sé einstakt tilvik.

Hvað segir heilbrigðisráðherra um þetta. Er þetta ásættanlegt?


Tími til komin að liðin í austurborginni mætist í alvöruleik

Ég var ánægður að sjá að Fjölnir og Fylkir eigi að mætast í undanúrslitaleik í VISA bikarkeppni karla. Ekki vegna þess að ég sjái það sem gallharður Fylkismaður að þarna eigi Fylkir auðvelda leið í úrslit bikarkeppninnnar heldur vegna þess að það var tími til kominn að þessi lið sem eru merkisberar íþrótta austast í borginni mætist í alvöruleik. Fylkir er tiltölulega ungt félag og Fjölnir ennþá yngra. Bæði félögin eru sprottin upp í nýum hverfum mótuð af miklu sjálfboðaliðastarfi. Ég spáði því strax og Fjölnir varð til að það félag ætti glæsilega framtíð.

Fjölnir hefur komist mun lengra í bikarkeppninni en nokkur hefði þorað að spá.  Fylkismenn mega því ekki vanmeta andstæðingin. Umfram allt þá vona ég að við fáum góðan leik þar sem þessir grannar takast á þannig að það verði báðum til sóma.


Bloggfærslur 15. ágúst 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 166
  • Sl. sólarhring: 667
  • Sl. viku: 4632
  • Frá upphafi: 2558555

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 4341
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 150

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband