Leita í fréttum mbl.is

Ísland og Nató

Leiðari Morgunblaðsins í dag sem ber heitið Ísland og Nató er athygliverður. Ég er í öllum aðalatriðum sammála leiðarahöfundi og hef bent á ýmis þau atriði sem þar er fjallað um undanfarið.

Bent er í leiðaranum á ummæli utanríkisráðhera þar sem hún segir  að Ísland verði að axla ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins og taka aukinn þátt í verkefnum innan þess. Þessi ummæli verða ekki skilin með öðrum hætti en við eigum í auknum mæli að hafa afskipti af helstu verkefnum bandalagsins en það langstærsta og mannfrekasta nú er hernaður bandalagsins í Afghanistan. Sú spurning er því gild hvort utanríkisráðherra vilji að við höfum frekari afskipti af málum þar?

Ég er þeirrar skoðunar að Atlantshafsbandalagið sé á villigötum. Bandalagið er varnarbandalag. Hluverk þess er að gæta sameiginlegra hagsmuna með því að hafa varnarviðbúnað og aðildarríkin styðja hvort annað þ.e. árás á eitt bandalagsríki er árás á þau öll. Það er inntakið í því sem við sömdum um þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið.

Hernaðurinn í Afghanistan er óeðlilegur og við Íslendingar hefðum átt að mæla af öllum krafti gegn því að herlið frá bandalaginu yrði sent til Afghanistan.  Við eigum jafnframt að krefjast þess að herlið bandalagsins sé kallað heim og við eigum að kalla þá íslendinga sem eru á vegum hins opinbera heim frá Afghanistan. Við erum vopnlaus þjóð og eigum ekki að taka þátt í stríðsátökum. Við eigum að krefjast þess að Atlantshafsbandalagið verði varnarbandalag sem stuðli að friði og friðsamlegri sambúð en fari ekki með herlið í ríki eða til að styrkja ríkisstjórnir í fjarlægum heimshlutum

Eins og nú háttar til tel ég ekki neinar þær forsendur til að við íslendingar höfum frekari afskipti af málum Atlantshafsbandalagsins sem tengjast stríðsátökum og þess verður að krefjast af utanríkisráðherra að hún skýri orð sín. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum? Hvað á utanríkisráðherra við þegar hún segir að við verðum að taka aukinn þátt í verkefnum Atlantshafsbandalagsins?


Bloggfærslur 31. ágúst 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 182
  • Sl. sólarhring: 668
  • Sl. viku: 4648
  • Frá upphafi: 2558571

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 4357
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband