Leita í fréttum mbl.is

Já ráðherra. Áfram ráðherra.

Viðskiptaráðherra hefur bent á nauðsyn nýrrar lagasetningar um gjaldtöku fjármálastofnana vegna fitkostnaðar. Talsmaður bankanna hefur bent á að það að fara á fitið eða yfir á reikningi sé ólöglegt og við því liggi viðurlög og hefur nefnt ákveðnar refsingar í því sambandi. Nú er það þannig að þeir sem fara á fitið eða yfir eru viðskiptavinir viðkomandi fjármálastofnunar og viðurlögin renna í vasa banka og sparisjóða. Bankinn er því að refsa viðskiptavini sínum en hefur hann samt áfram í viðskiptum og lítur á hann sem mikilvægan viðskiptavin af því að unnt er að taka hærri gjöld af honum en öðrum. Sérkennlegt fyrirbæri það.

Gagnrýnt er hvað fitkostnaður sé hár. Flestum er ljóst að hann er allt of hár og það er nauðsynlegt að taka til endurskoðunar lög sem þetta varðar og skal tekið undir með viðskiptaráðherra hvað það snertir. En það eru fleiri atriði sem varða gjaldtöku bankanna sem þarf að skoða. T.d. eru þjónustugjöld þeirra allra þau sömu á öllum atriðum sem máli skipta. 

Hér með er skorað á viðskiptaráðherra að skipa nefnd til að láta kanna gjaldtöku fjármálastofnana og bera hana saman við gjaldtöku sambærilegra stofnana í nágrannalöndum okkar.


Bloggfærslur 7. ágúst 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 84
  • Sl. sólarhring: 654
  • Sl. viku: 4550
  • Frá upphafi: 2558473

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 4268
  • Gestir í dag: 80
  • IP-tölur í dag: 79

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband