Leita í fréttum mbl.is

Spennandi vika á verðbréfa- og gengismörkuðum.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á gengis- og verðbréfamörkuðum heimsins þessa viku. Fyrir nokkru varð ljóst að það stefndi í mikla niðursveiflu í kjölfar slæmra frétta frá Bandaríkjunum en það er helst eyðslan í Bandaríska hagkerfinu sem hefur drifið uppsveifluna í hagkerfum heimsins áfram. 1929 þegar mikið verðfall varð á hlutabréfum í kauphöllinni í New York dró alríkisstjórnin samtímis úr peningamagni í umferð. Nú fara stjórnendur peningamála þveröfugt að. Milljörðum er dælt út á markaðinn til að reyna að koma í veg fyrir hraða niðursveiflu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur einkum þegar það liggur fyrir að engin innistæða er fyrir verði margra skráðra félaga á hlutabréfamörkuðum.

Það verður líka spennandi að sjá hver áhrifin verða hér á landi gangi það eftir sem margir sérfræðingar spá að mikil niðursveifla verði á erlendum mörkuðum. Íslenska hlutabréfavísitalan mun þá taka dýfu og gengi krónunnar lækka. Spurning er þá hvort að Seðlabankinn muni bregðast við með svipuðum hætti og slíkar stofnanir í Evrópu og Ameríku, lækki vexti og auki peningamagn í umferð. 

En svo benda margir á að þegar búist er við sveiflu þá komi hún ekki heldur nokkru síðar.  Það tímabil sem við erum að ganga í gegn um núna verður lærdómsríkt en sem betur fer hefur hagfræðinni farið fram þannig að við kunnum betur að bregðast við duttlungum markaðarins en fyrri hluta síðustu aldar.


Bloggfærslur 10. september 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 675
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2558417

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4212
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband