Leita í fréttum mbl.is

Vald sérfrćđinnar.

Vald sérfrćđinnar gerir marga afhuga afskiptum af stjórnmálum. Almenn ţjóđfélagsmál sem kjósendur eiga ađ taka afstöđu til eru sveipuđ í búning og svonefndir sérfrćđingar flytja alţýđunni bođskap. Skilabođin eru  ađ fólk eigi ađ fara eftir ţví sem sérfrćđingarnir segja.  Háskólaprófessorar, lektorar og dósentar fara mikinn og halda sumir ađ ţeir séu merkilegri en annađ fólk ţegar rćtt er um pólitík. Í sumum tilvikum sveifla sumir meintir frćđimenn um sig  tilvitnunum eđa halda ţví fram ađ ástandiđ erlendis sé međ ákveđnum hćtti og ţá ţurfi ekki frekari vitnana viđ. Í sumum tilvikum reynast ţessar stađhćfingar  langt frá raunveruleikanum. Ónefndur svonefndur sérfrćđingur sem titlar sig stjórnmálafrćđing  hefur ţannig haldiđ fram ađ ástand í innflytjendamálum á Norđurlöndum sé međ öđrum hćtti en blasir viđ ţeim sem til ţekkja. Ţannig ferst “sérfrćđingnum” eins og ungkommúnistanum í Búdapest í Ungverjalandi 1956 sem varđ ekki var viđ ófriđ í ţjóđaruppreisn Ungverja. Viđ umrćđur um innflytjendamál hafa sumir “sérfrćđingar”  taliđ nauđsynlegt ađ stuđla ađ svonefndu fjölmenningarsamfélagi sem m.a. á ađ felast í ţví ađ innflytjendur haldi siđum sínum og tungumáli,  lćri ekki íslensku eđa ađlagi sig ţjóđfélaginu. Ţekktur prófessor vildi m.a.ađ viđ yrđum 600 ţúsund sem fyrst ţ.e. helmingur innflytjendur. Hollendingar og Danir hafa áttađ sig á ađ slíkt gengur ekki, sérstaklega ekki ţegar um ólíka menningarheima er um ađ rćđa. En “sérfrćđingarnir” minnast ekki á ţađ. Vér einir vitum segja ţeir eins og gamlir arfakóngar og neita ađ horfa til  reynslu sem ţegar er komin í innflytjendamálum í nágrannalöndum okkar. Sumir sérfrćđingarnir ganga svo langt ađ bregđa ţeim sem vilja gćta ţjóđernis, tungu, sögu og lífsgilda eigin lands um óeđlilegar hvatir og öfgar. Í bráđrćđi sínu gleyma ţessir menn ađ öll ţjóđfélög eru fjölmenningarsamfélög međ ákveđnum hćtti flest ţó án ţess ađ tapa eigin eigind og ásýnd.  Yfirgangs sérfrćđin segir eitt og heimtar undirgefni af alţýđunni ţó ţađ stangist á viđ allt sem venjulegur einstaklingur veit og skynjar. Ţeir halda ráđstefnur á vegum háskólasamfélagsins um innflytjendamál og  ţess gćtt  ađ einungis ţeir sem eru sammála viđteknum skođunum tali.  Lagastofnun Háskóla Íslands gerđi  samning viđ Landssasmband íslenskra útvegsmanna um kostun tímabundinnar stöđu sérfrćđings í auđlindarétti sem ţekktur skákmađur var fenginn til ađ sinna. Í framhaldi af ţví titlar skákmađurinn sig  sérfrćđing í auđlindarétti, ţó sérfrćđin sé ekki merkilegri en ađ ofan greinir. Háskólasamfélagiđ gengst síđan fyrir fundum, skrifum og ráđstefnum ţar sem svonefndir sérfrćđingar nokkrir auk skákmannsins bođa frćđi sín. Ţar tala ekki ađrir en stuđningsmenn kvótakerfisins.  Ţeir sem krefjast ţess ađ komiđ verđi í veg fyrir ađ  ţetta stćrsta  rán Íslandssögunnar verđi leiđrétt, komast ekki ađ. Á fundum sérfrćđinganna sem kostađir eru međ einum eđa öđrum hćtti af kvótagreifunum er ţađ taliđ versta guđlast ađ ćtla ađ fćra fólkinu í landinu aftur auđlindina sem samt er ţjóđareign. Slíkir “gufuruglađir hálvitar” ţurfa ađ ţola köpuryrđi af vörum sérfrćđinganna.  Nú hefur ríkisstjórnin međ utanríkisráđherra  í broddi fylkingar fariđ fram á ţađ viđ Háskólasamfélagiđ ađ ţađ kynni sérstaklega frambođ Íslands til Öryggisráđs Sameinuđu ţjóđanna. Yfirgnćfandi meiri hluti ţjóđarinnar er á móti ţessu brölti og hefur alltaf veriđ en fína fólkiđ ćtlar sér ađ fara sínu fram. Nú skal sérfrćđin virkjuđ til ađ sýna pöplinum hvađ er pólitískt rétt. Háskólasamfélagiđ bregst viđ eins og ríkisstjórnin óskar og hefur ţegar kynnt ađ haldnar verđi 8 ráđstefnur um máliđ. Ţar tala ţeir sem hafa skođanir sem eru ríkisstjórninni ţóknanlegar eins og kom fram á fyrstu ráđstefnunni í Háskóla Íslands. Sennilega er leitun á landi ţar sem háskólasamfélagiđ bregst viđ međ ţeim hćtti ađ stunda áróđursstörf fyrir sitjandi ríkisstjórn samkvćmt hennar ósk.  Einn virtasti öldungardeildarţingmađur Bandaríkjanna til margra ára Barry Goldwater sem var undir lok ţingferils síns kallađur samviska ţingsins sagđi eitt sinn ţegar honum ofbauđ vald sérfrćđinnar og yfirgangur sjálfskipađrar rétthugsunar: “Ţú ţarft ekki ađ vera sérfrćđingur í pólitík eđa kynlífi til ađ hafa gaman ađ  ţví”  Viđ skulum muna ađ í lýđrćđisţjóđfélagi eru allir kjósendur jafnir. Tími menntuđu einvaldanna er liđin og reyndist lakara stjórnkerfi en lýđrćđiđ ţar sem allir hafa jafnan rétt til ađ hafa rétt eđa rangt fyrir sér.

Bloggfćrslur 12. september 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2558417

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4212
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband