Leita í fréttum mbl.is

Forsenda framfara og atvinnuuppbyggingar

Ég átti þess kost að heimsækja 4 háskóla með menntamálanefnd Alþingis í lok síðustu viku. Háksólann á Akureyri, Bifröst, Hvanneyri og Hólum. Þessir skólar eru ólíkir um margt en það sem mér þótti athygliverðast var sá þróttur og sú djarfa framtíðarsýn sem stjórnendur þessara skóla hafa.  Víða var okkur bent á það hvað mörg ný störf yrðu til með tiltölulega lágri fjárveitingu.

Mannauður verður forsenda velmegunar í íslensku þjóðfélagi.  Framfarasókn í atvinnulífi þjóðarinnar ræðst af því hvað vel við getum búið komandi kynslóðir undir það að taka við og búa til hálaunaþjónustu hér á landi. Óneitanlega fyllist maður bjartsýni af því að hitta fólkið sem stjórnar þessum Háskólum utan höfuðborgarsvæðisins.

Ég velti því fyrir mér eftir að hafa hitt þetta fólk sem stjórnar háskólunum og raunar í síðustu viku líka þá sem stjórna fjármálafyrirtækjunum hvort að stjórnmálastarfið og hugmyndirnar þar væru ekki staðnaðar miðað við þá þróun sem orðið hefur víða annarsstaðar í þjóðfélaginu.


Bloggfærslur 17. september 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2558417

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4212
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband