Leita í fréttum mbl.is

Eru það okkar hagsmunir að vera í Schengen?

Það eru milljónir manna týndir á Schengen svæðinu. Schengen samstarfið færir okkur takmörkuð þægindi eða gæði en galopnar landið fyrir tæplega 500 milljón manns. Þeir íbúar Schengen svæðisins sem hingað vilja koma geta það án nokkura takmarkana eða eftirlits og verið hér í ákveðinn tíma án þess að íslensk yfirvöld hafi nokkuð með það að gera.

Það er merkilegt að menn skuli reka í rogastans yfir því að hér sé mikið af fólki við störf án þess að það sé nokkurs staðar skráð. Síðustu 12 mánuði hafa verið skráðir 15.000 þúsund manns inn í landið löglega til starfa eða 1.250 manns á mánuði. Það lætur því nærri að um það bil ein Akureyri hafi komið til landsins frá útlöndum á einu ári. Spurning er þá hvað eru margir óskráðir? Hvað koma margir í gegn um Schengen samstarfið og eru hér án þess að íslensk yfirvöld viti nokkuð um það.  Er það annars nokkuð skrýtið miðað við þetta að víða í verslunum eða þjónustufyrirtækjum t.d. Pissastöðum sé samskiptamálið frekar enska en íslenska.

Í dag var greint frá því að Frakkar ein fjölmennasta þjóð Evrópu hefði ákveðið að takmarka enn innflytjendastrauminn til landsins með ákveðnum aðgerðum. Hvað ætlum við að bíða lengi með að gera nauðsynlegar ráðstafanir.

Dómsmálaráðherra getur brosað út í bæði um leið og hann skálar í kampavíni við starfsfélaga sína til að fagna því að tugir milljóna manna til viðbótar hafa nú fengið frjálsan aðgang að Íslandi. 


mbl.is Shengensvæðið stækkar til austurs á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2558417

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4212
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband