Leita í fréttum mbl.is

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins

FálkinnFlokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins er haldinn um þessa helgi. Yfirleitt hafa flokksráðsfundir ekki verið fundir mikilla tíðinda eða stefnumótunnar.  Þó eru til undantekningar á því og sú helst að þegar flokksráðsfundur var haldinn nokkru eftir að Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn sína með 3 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og 2 sem studdu ríkisstjórnina að auki en flokkurinn var að öðru leyti í stjórnarandstöðu. Þá var tekist á.  Sá flokksráðsfundur skýrði línur innan flokksins

Nú stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir því að efnahagskerfið er hrunið eftir óslitna stjórn flokksins í meir ein áratug. Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast við því?

Hvaða utanríkismálastefnu ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að marka þegar fyrir liggur að ógnin er ekki úr Austri heldur hjálpræðið?

Vill Sjálfstæðisflokkurinn leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða ekki.

Vill Sjálfstæðisflokkurinn aðildarviðræður við Evrópusambandið eða er hann á móti því?

Hvaða hugmyndir hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að draga saman ríkisútgjöld þegar fyrir liggur að tekjur ríkisins munu dragast verulega saman. Vill Sjálfstæðisflokkurinn reka ríkissjóð með halla?

Sjálfstæðisflokkurinn verður líka að móta stefnu í gjaldmiðilsmálum. Vill hann halda krónunni og hafa hana á floti eða vill hann aðrar lausnir?

Til að Sjálfstæðisflokkurinn verði trúverðugur flokkur í forustu stjórnarsamstarfs þá verður hann að svara þessum og mörgum fleiri spurningum um hvert flokkurinn vill stefna.

Tími glamuryrðanna er liðinn.


Bloggfærslur 11. október 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 45
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 4511
  • Frá upphafi: 2558434

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 4229
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband