Leita í fréttum mbl.is

Framboðið til Öryggisráðsins gengur fyrir.

Íslendingar eiga nú í vök að verjast víða erlendis. Bretar hafa sótt að okkur með ósæmilegum hætti og hamast er að Íslendingum og íslenskum hagsmunum í Lundúnaborg. Sendiherrann talar um að sendiráðið sé fáliðað þegar mál eins og þau sem hafa verið mest í umræðunni tengt Íslandi koma upp í landi eins og Englandi. Þrátt fyrir að utanríkisráðuneytið sé mannfrekasta ráðuneyti Íslands þá er ekki hægt að senda fólk eða hafa tengslafyrirtæki til reiðu til að svara fyrir og koma okkar hlið á málinu á framfæri.

Í utanríkisráðuneytinu er fólk upptekið við að koma okkur í Öryggisráðið og tugir starfsmanna utanríkisráðuneytisins eru staddir í New York til að vinna að því máli á meðan ráðist er á okkur í Hollandi, Noregi, Bretlandi og Danmörku. Það skiptir ekki máli það er bara efnahagsvandi. Fólkið í ráðuneytinu verður að koma þessu áhugamáli sínu áfram. Í Öryggisráðið hvað sem það kostar.

Hefur enginn hugsað þá hugsun að miðað við núverandi aðstæður er það vægast sagt fráleitt að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu. Man einhver hvað það kostar á ári? Veit einhver hvað við höfum eytt miklum peningum í kosningabaráttuna?

Skrýtið eftir alla kynninguna og sendiferðir utanríkisráðherra vítt og breitt um lönd og álfur að þá skuli koma í ljós þegar við þurfum á að halda að við eigum enga vini.  Nema ef til vill Rússa. En er þá einhver glóra að reka Varnarmálastofnun og loftrýmiseftirlit? Til að verjast hverjum?

Er ekki allt þetta vafstur, sendiráðabruðl og framboð til Öryggisráðsins tómt rugl miðað við aðstæður.


Bloggfærslur 13. október 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 40
  • Sl. sólarhring: 667
  • Sl. viku: 4506
  • Frá upphafi: 2558429

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 4224
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband