Leita í fréttum mbl.is

Ţotuferđir og lúxussnekkjur.

Fjölmiđlar í Bretlandi hafa vakiđ athygli á ţví ađ viđskiptaráđherra Breta ţáđi bođ um rússnesks ólígarka um dvöl í lúxussnekkju hans.  Fleiri stjórnmálamenn í Bretlandi dragast inn í máliđ m.a. forkólfar úr breska íhaldsflokknum. Ţá liggur fyrir ađ ólígarkinn hefur lagt fram gríđarlega fjármuni í kosningasjóđi. 

Hvernig vćri ađ íslenskir fjölmiđlar öfluđu upplýsinga um ţađ hverjir úr hópi íslenskra stjórnmálamanna og frétta- og blađamanna ásamt öđrum máttarstólpum ţjóđfélagsins hafa á undanförnum árum veriđ í tíđum bođsferđum í lystisnekkjum íslenskra auđmanna.  Einnig hverjir ţađ eru sem hafa ţegiđ utanlandsferđir og dýr bođ frá íslenskum auđmönnum undanfarin ár. Síđast en ekki síst ađ afla upplýsinga um ţađ til hvađa stjórnmálaflokka ţessir menn hafa greitt undanfarin ár.

Hvađa fjölmiđlar íslenskir skyldu nú leggja í ţá vinnu ađ afla ţessara nauđsynlegu upplýsinga sem ţjóđin á rétt á ađ fá ađ kynna sér? Gćti ţađ veriđ ađ Morgunblađiđ og Fréttablađiđ séu í ţeim tengslum viđ eigendur sína ađ ţessir fjölmiđlar sinni ekki brýnu rannsóknarhlutverki sínu?

Hvađ ţá međ ríkisfjölmiđilinn? Fréttamenn á RÚV hafa stundum átt góđa spretti. Hvernig vćri nú ađ ţeir sýndu ţjóđinni hvađ í ţeim býr og flettu ofan af ţví hvađa stjórnmálamenn og fréttamenn hafa veriđ tíđir bođsgestir í lúxusferđirnar sem bođnar voru af útrásarvíkingum og bönkum landsins.

Fólkiđ í landinu á rétt á ađ fá ţessar upplýsingar.  Hverjir fóru í bođsferđirnar? Hverjum var bođiđ?

Var einhverjum stjórnmálamanni bođiđ sem fór ekki?


mbl.is Fjölmiđlafár í Bretlandi út af snekkjudvöl stjórnmálamanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Áhćttusćknir auđmenn.

Sumir blađamenn Fréttablađsins virđast ekki gera sér grein fyrir ţví ađ ţeirra hlutverk er ađ greina hlutlćgt frá fréttum, mönnum og málefnum.  Ţá virđast sumir blađamenn ţessa blađs ekki átta sig á ţví ađ atvinna ţeirra byggist á ţví ađ áhćttusćkinn auđmađur tók blađiđ ađ sér og ákvađ ađ halda áfram útgáfu ţess ţegar annar áhćttusćkinn auđmađur hafđi ekki náđ ađ gera blađiđ arđbćrt og varđ ađ selja ţađ.

Í Fréttablađinu í dag er reynt ađ gera grín ađ athugasemdum mínum viđ orđ Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur ţegar hún talađi um ađ senda áhćttusćkna fjármálamenn úr landi. Stađreyndin var sú ađ ég benti á í umrćddri grein ađ áhćttusćkni vćri undirstađa ţess ađ nýir hlutir gerđust í markađssamfélagi. Fréttablađiđ vćri t.d. ekki til ef ekki hefđi veriđ áhćttusćkinn fjárfestir sem stofnađi blađiđ.  Skrýtiđ hvađ sumir blađamenn eru rofnir úr tengslum viđ söguna ţegar ţeir vilja koma höggi á einhvern. 

Undarlegt ađ blađamenn Fréttablađsins skyldu ekki taka ofangreind ummćli Ingibjargar Sólrúnar og velta upp spurningunni um hvađ hún var ađ segja um útrásina og útrásarvíkinganna á fundum í Danmörku, Englandi og víđar. Ţá er nokkuđ sérstakt ađ Fréttablađiđ hefur ekkert fjallađ um tengsl Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar viđ suma af ţeim áhćttusćknu auđmönnum sem hún gagnrýnir ţegar fjarar undan ţeim. Ţađ vćri vel viđ hćfi ađ Fréttablađiđ hefđi smá sómakennd og fćri međ nákvćmum hćtti í gegn um ţann kafla í stjórmálalífi Samfylkingarinnar.

Af hverju fjallar Fréttablađiđ ekki um ţađ hverjir fóru í ţotuferđirnar međ auđmönnum Íslands síđustu árin. Voru ţar ef til vill of margir stjórnmálamenn úr Samfylkingu og Sjálfstćđisflokki, blađamenn og fréttamenn til ţess ađ slíkar fréttir yrđu taldar ţađ sem engilsaxar tala um sem "political correct" eđa stjórnmálalega rétt.

En aftur ađ tilefninu. Ég held ţví fram ađ áhćttusćknir einstaklingar séu oft undirstađa framfara í markađsţjóđfélagi. Sagan segir okkur ţađ.  Einstaklingar og ţjóđfélög sem taka aldrei áhćttu ná aldrei árangri.  Velferđarsamfélög vesturlanda byggist á ţeirri auđsćld sem áhćttusćknir einstaklingar fćrđu ţjóđfélögunum. Ţjóđfélög skipulagshyggjunar hafa aldrei getađ fćrt ţjóđum sínum sambćrilega velsćld.  Ţess vegna skiptir máli ađ til séu áhćttusćknir fjárfestar og framkvćmdamenn. Ţeir eiga hins vegar ekki ađ ráđa ferđinni og ţeir eiga ađ taka áhćttu á eigin reikning en ekki annarra, ţađ er grundvöllur markađssamfélagsins.

Ţađ er annars merkilegt ađ blađamenn Fréttablađsins skuli ekki sjá ástćđu til ađ birta úr greinum sem ég hef skrifađ undanfarin t.d. 5 ár ţar sem ég vara viđ peningamálastefnunni, viđskiptahallanum, verđtryggingunni, lćkkun og afnámi bindisskyldu Seđlabanka Íslands, fljótandi gengi o.s.frv. sem voru allt orđ sem voru í tíma töluđ og viđ stćđum ekki frammi fyrir ţeim ţrengingum sem viđ gerum í dag hefđi veriđ fariđ ađ ţeim sjónarmiđum og markmiđum sem ég hef haldiđ fram undanfarin ár. Ţađ er sannleikurinn í málinu. En Fréttablađiđ hefur ekki sóst eftir ţví ađ leiđrétta mistök sín eđa hafa ţađ sem sannara reynist. Ţađ er vegna ţess ađ Fréttablađiđ er ekki hlutlćgur fréttamiđill.

 


Bloggfćrslur 21. október 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 36
  • Sl. sólarhring: 664
  • Sl. viku: 4502
  • Frá upphafi: 2558425

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 4220
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband