Leita í fréttum mbl.is

Rétt ákvörðun Obama

Barack Obama gerði rétt í því að gera hlé á kosningabaráttu sinni fyrir að verða forseti Bandaríkjanna og heimsækja ömmu sína á sjúkrabeð. Amma hans ól hann upp að verulegu leyti og hann bjó metan hluta barnæsku sinnar og unglingsár hjá afa sínum og ömmu. Þegar upp er staðið þá er það ekki hið ytra sem skiptir máli heldur litli heimur hvers og eins, fjölskylda, ættingjar og vinir.

Nokkru áður en Obama flaug til Hawai til að heimsækja ömmu sína réðist hann á skattatillögur andstæðings síns John Mc Cain sem boðar m.a. frekari skattalækkanir í fyrirtæki. Talsmenn Repúblikanaflokksins og sumir talsmenn Sjálfstæðisflokksins hér hafa haldið því fram að með því að lækka skatta á fyrirtæki þá muni skatttekjurnar aukast. Máli sínu til stuðnings hafa þessir aðilar bent á auknar skatttekjur undanfarin ár af fyrirtækjum þrátt fyrir að skattar á þau hafi verið lækkaðir. Hætt er við nú þegar efnahagsbólan er sprungin að minni skatttekjur verði af fyrirtækjunum en nokkru sínni fyrr þannig að kenningin gekk ekki upp nem í útblásnu gervigóðæri.

En meðal annarra orða. Hverjir eru það svo sem borga ofurskattana til að standa undir óreiðunni? Það er venjulegt launafólk í landinu. Ekki pabbírsbarónar, kvótagreifar eða útrásarfurstar.

hannes_smarasonTalsmenn eftirlitslausu Frjálshyggjunar töluðu gegn þjóðfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, töluðu gegn siðlegu aðhaldi að gróðaöflunum og töluðu fyrir því að skattbyrðinni yrði misskipt þannig að launþegar bæru meginhluta skattbyrðarinnar.  Það var einu sinni sagt að það versta við rónana væri það að þeir kæmu óorði á brennivínið.  Það sama á við með talsmenn eftirlitslausu Frjálshyggjunar er að þeir og lærisveinar þeirra í hópi fyrirtækjarekenda koma óorði á markaðshagkerfið.


mbl.is Obama heimsækir Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina færa leiðin?

Nú þegar ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá er það í raun viðurkenning á skipbroti stjórnarstefnunnar í efnahagsmálum.

Þegar efnahagsfárviðrið brast á í byrjun október hafði ríkisstjórnin greinilega ekki mótaða aðgerðaráætlun um hvað bæri að gera og hvað ætti að gera.  Eftir setningu neyðarlaganna átti að vera ljóst að þegar í stað yrði að leita eftir samstarfi og aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því miður leið of langur tími þangað til ríkisstjórnin gat komið sér saman um þá einu leið sem fær var.

Fátið og fumið þann tíma sem liðin er frá setningu neyðarlaganna svokölluðu er með nokkrum ólíkindum. Þau vinnubrögð benda sennilega til óeiningar í ríkisstjórninni.  Mér finnst ólíklegt að Geir Haarde hafi ekki áttað sig á því þegar í stað að þetta var eina færa leiðin úr því sem komið var eftir setningu neyðarlaganna.

Nú er spurning hvaða stefnu ríkisstjórnin markar til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telji fært að koma að aðstoð við okkur. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð í meginatriðum þó að stjórnarandstaðan hafi formlega ekki fengið það í hendur hvað ríkisstjórnin ætlar sér nákvæmlega að gera.

Leggja verður höfuðáherslu á stöðugleika, eðlileg gjaldeyrisviðskipti, alvöru gjaldmiðil, lága vexti til að tryggja að hjól atvinnulífsins geti snúist og komið verði í veg fyrir fjöldagjaldþrot og gríðarlegt atvinnuleysi. Þá verður að hugsa um hagsmuni venjulegs fólks og afnema verðtryggingu lána en binda verðtryggðu lánin við gjaldmiðilinn sem verður þá að vera tryggur verðmælir í öllum viðskiptum.

Aðgerðir verða jafnt bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Annars ganga efnahagsráðstafanir aldrei upp til langframa.


mbl.is Óska formlega eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 34
  • Sl. sólarhring: 674
  • Sl. viku: 4500
  • Frá upphafi: 2558423

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4218
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband