Leita í fréttum mbl.is

Ísland á mesta samleið með Norðurlöndunum.

Vonandi átta ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sig á því sem fyrst að Norðurlöndin eru þau lönd sem okkur eru skyldust og við eigum mesta samleið með.

Nú skiptir máli að fá úr því skorið hvort að Norðurlöndin vilja rétta okkur hjálparhönd þegar við þurfum virkilega á að halda. Mestu skiptir að byggja pólitískt og efnahagslegt samstarf við Noreg sem við eigum helst samleið með sem Efta og EES þjóð.

Íslenskum stjórnvöldum mátti vera ljóst að fljótandi gjaldmiðill minnsta myntkerfis í heimi, íslenska krónan gæti aldrei haft stöðugleika í för með sér. Síðan þegar krónan var orðinn að lottógjaldmiðli fjárglæfrafyrirtækja þá hefði augun heldur betur átt að opnast fyrir því að nauðsynlegt væri að haga gjaldmiðilsmálum okkar með öðrum hætti.

Nú er spurning hvort að við getum náð samstarfi við Noreg um að tengjast norsku krónunni. Það er miklu nærtækara en að tengjast Evru án þess að ganga í Evópusambandið.  Við eigum sem fyrst að láta reyna á það hvað þétt samstarf getur orðið milli okkar og Norðmanna. Báðar þjóðir hafa ákveðið að standa utan Evrópusambandsins og báðar eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni þegar kemur að flestum samningum við Evrópusambandið. Það skiptir því máli að við myndum sem sterkust tengsl við Noreg. Sér í lagi nú þegar það hefur loksins runnið af þjóðinni og hún áttar sig á því að það skiptir máli að eiga alvöru vini.

Norðurlandaráðsfundurinn nú og fundir ráðherra Norðurlandaþjóðanna hafa aldrei skipt eins miklu fyrir hagsmuni Íslands og nú.  


mbl.is Ráðherrar funda um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 41
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 4507
  • Frá upphafi: 2558430

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 4225
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband