Leita í fréttum mbl.is

Ísland, Túrkmenistan og Zimbabwe

Það er óneitanlega slæmt að heyra það að íslenska krónan skuli vera einn af þeim gjaldmiðlum sem hafa staðið sig verst á árinu og við skulum þar vera í flokki með Túrkmenistan og Zimbabwe.

robert-mugabeZimbabwe hefur um langa hríð verið stjórnað af Robert Mugabe sem hefur nánast verið einræðisherra í landinu. Hann og fylgismenn hans hafa ekki hikað við að limlesta og myrða pólitíska andstæðinga sína og verðbólgan í landinu mælist í hundruðum prósenta. Robert Mugabe stal bújörðum hvítra manna í landinu af þeim en það datt engum í hug að tala um rasisma og sósíalistarnir á Norðurlöndum sem höfðu hátt hér á árum áður yfir framferði hvítra manna í landinu sem fóru þó aldrei fram af sama dólgshætti og Robert Mugabe hafa þagað yfir þessum ógnarverkum. Því miður er svo komið að íslenski gjaldmiðillinn er kominn í hóp með dollaranum í Zimbabwe sem enginn tekur alvarlega.

saparmuratEyðimerkurlandinu Túrkmenistan er stjórnað af forseta fyrir lífstíð sem kallar sig Túrkmenabashi eða eða faðir þjóðarinnar. Hann gaf nýlega út sína þriðju ljóðabók og var útsending rofin og ljóðabókin lesin og hún var samstundis sett á námskrá skólabarna í landinu.  Allir fjölmiðlar í Túrkmenistan eru í ríkiseign og er algjörlega stjórnað af yfirvöldum. Sjónvarpsþættir og annað efni frá Rússlandi er allt vandlega ritskoðað fyrir sýningu. Ríkisrekin netfyrirtæki eins og Turkmentelecom stjórna netnotkun almennings.Túrkmensk yfirvöld hafa gerst sek um gróf mannréttindabrot og símhleranir eru taldar regla á hótelherbergjum í landinu. Nú er íslenska krónan komin í hóp með Túkmenska manatinu í hópi verstu gjaldmiðla í heimi.

Það átti öllum að vera ljóst að það var óráðsvegferð að láta gengi íslensku krónunnar ráðast á markaði. Til þess að það hefði átt að geta gengið hefðum við þurft að hafa tengingu af stekum gjaldmiðli og styrk af þeim seðlabanka sem þar um ræðir. En við erum búin að feta þessa vegferð nú  í 7 ár. Ég hef allan tímann varað við þessu og talið þetta hið mesta óráð. Það hefur nú komið í ljós. Þó verður að segja það að hefði verið haldið um gjaldmiðilsmálin af skynsemi þá værum við ekki í þessu hræðilega ástandi.

david_oddssonEr hægt að láta mennina sem bera ábyrgð á hruni þjóðargjaldmiðilsins og óðaverðbólgunni stjórna ríki og Seðlabanka?


mbl.is Krónan heldur einna verst verðgildi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 41
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 4507
  • Frá upphafi: 2558430

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 4225
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband