Leita í fréttum mbl.is

Stýrivextirnir lama atvinnulífið og eyðileggja fjárhag fólksins.

Daginn eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti ákvörðun sína að hækka stýrivexti í 18% með blessun ríkisstjórnarinnar, ákvað Seðlabanki Bandaríkjanna að lækka stýrivexti sína í 1%. Seðlabanki Bandaríkjanna gaf þá skýringu að þessi vaxtalækkun væri nauðsynlegt til að örva framleiðslu og atvinnuskapandi starfsemi.  

Með því að færa stýrivexti í 18% er gerð fálm- og krampakennd tilraun til að styrkja stöðu krónunnar. Enn á að leggja á þau mið að hafa stýrivexti í ofurhæðum til þess að geta pumpað upp krónuna.  Stýrivaxtarugl Seðlabankans er þó sennilega einn stærtst orsakavaldur þess efnahagsöngveitis sem við erum lent í. Annar orsakavaldur er skortur á erlendum gjaldeyri sem Seðlabankinn ber líka ábyrgð á og hugsaði ekki fyrir því í tíma að taka lán til að komist yrði hjá gjaldeyriskreppu.

Vandinn nú er að tryggja atvinnu fólksins og hjól atvinnulífsins snúist. Með því að hækka stýrivextina í 18% þegar nauðsyn bar til að lækka þá niður í 5% eða enn lægra, var hrundið af stað hópuppsögnum um allt land. Nú ber ríkisstjórn og Seðlabanki alfarið ábyrgð á því að leggja enn upp í þessa ábyrgðaralusu vegferð til þess eins að reyna að láta krónuna hjarna við óháð því hvað líður atvinnu fólksins, framleiðslunni í landinu og skuldastöðu fólks og fyrirtækja. Þetta er ábyrgðarleysi.

Nú skulda heimilin í landinu rúma 75 milljarða í yfirdráttarlánum. Algengir yfirdráttarvextir eru um 20% en ætla má að þeir hækki í 26%. Það þýðir að heimilin í landinu munu því greiða um 4.5 milljarða meira í vexti en ella væri vegna stýrivaxtahækkunarinnar bara af yfirdráttarlánunum.

Þjóðin hefur ekki efni á svona viltausri hagstjórn.


Bloggfærslur 31. október 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 38
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 4504
  • Frá upphafi: 2558427

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 4222
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband