Leita í fréttum mbl.is

Hvað vissu Geir og Gordon hvenær?

GhhFréttin á Channel 4 um að forsætisráðherra hafi aðvarað Gordon Brown í apríl á þessu ári um aðsteðjandi vanda íslensku bankanna og íslensks fjármálalífs er með ólíkindum.  Sé þessi frétt Channel 4 rétt þá verður ekki annað séð en forsætisráðherra hafi í fyrsta lagi sagt Alþingi ósatt í umræðum um efnahagsmál.  Í öðru lagi þá er það með ólíkindum að ekki hefði verið gripið til aðgerða strax í apríl vegna aðsteðjandi vanda sem vitað var um samkvæmt fréttinni. Í þriðja lagi þá voru íslenskir ráðamenn á auglýsingaferðum fyrir íslenskt fjármálalíf á þessum tíma og töluðu opinberlega um styrk þess.

Það er nánast útilokað að þessi frétt á Channel 4 geti verið rétt. Væri hún rétt þá hefði það í fyrsta lagi verið ábyrgðarleysi að nýta ekki lánsheimild ríkissjóðs sem veitt var á Alþingi í maí upp á 500 milljarða. Þá væri það með ólíkindum að ráðamenn hefðu farið í sumarfrí og klappstýruferðir til Kína eða utanríkisráðherrann að endasendast út um lönd og álfur til að fá einræðisherra til að styðja framboð Íslands til öryggisráðsins. 

Mér finnst líklegt að fréttin sé tilhæfulaus. Væri hún rétt þá kæmi ekki annað til greina en afsögn ríkisstjórnarinnar þegar í stað.

british-prime-minister-gordon-brown


mbl.is Geir aðvaraði Brown í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 257
  • Sl. sólarhring: 717
  • Sl. viku: 4723
  • Frá upphafi: 2558646

Annað

  • Innlit í dag: 243
  • Innlit sl. viku: 4430
  • Gestir í dag: 238
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband