Leita í fréttum mbl.is

Bretar eiga ekki að fá að koma með hertæki sín inn í landið.

Það er með öllu óásættanlegt að utanríkisráðherra og meðreiðarsveinar hennar í ríkisstjórn skuli ætla að kalla herlið Breta yfir þjóðina til að stunda gagnslaust loftrýmiseftirlit á kostnað íslensku þjóðarinnar.

Bretar hafa farið gegn íslenskum hagsmunum með mjög alvarlegum hætti og sótt að okkur harðar en nokkur önnur þjóð hefur áður gert. Þeir hafa ekkert að gera hér.  Mér er satt að segja ofboðið að ríkisstjórnin skuli fara sínu fram í þessu þrátt fyrir að skýr vilji þingmanna hafi komið fram gegn þessu Bretadekri á Alþingi í gær.

Það er eitt að klippa ekki á öll bönd við Breta eftir það níðhögg sem þeir greiddu okkur. En að kalla þá til að sinna vörnum landins er að leggjast flatur fyrir ofbeldinu.

Þetta var ljóta ákvörðunin Ingibjörg Sólrún


mbl.is Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingsbúðunum í Guantanamo lokað.

Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna Barack Obama hefur lýst því yfir að hann muni láta loka óþverra fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Þessar fangabúðir hafa verið fleinn í holdi allra sem unna réttlæti og virða alþjóðalög.  Stjórn Bush hefur þverbrotið samskiptareglur og alþjóðalög með ýmsum hætti t.d. innrásinni í Írak og þessum alræmdu fangabúðum þar sem fangar sem að eru aðallega unglingar og krakkar hafa þurft að sæta óásættanlegri meðferð án þess að mál þeirra væru tekin fyrir og réttað í málum þeirra.

Ríki sem segist og er að meginstefnu til réttarríki getur ekki látið svona viðgangast. 

Ég átti von á því að Obama mundi sníða versta óþverran af bandaríska stjórnkerfinu. Það að lýsa yfir lokun Guantanamobúðanna lofar góðu.


Bloggfærslur 12. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 304
  • Sl. sólarhring: 743
  • Sl. viku: 4770
  • Frá upphafi: 2558693

Annað

  • Innlit í dag: 288
  • Innlit sl. viku: 4475
  • Gestir í dag: 278
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband