Leita í fréttum mbl.is

Óheilindi Samfylkingarinnar.

Óneitanlega eru margar aðgerðir ráðherra Samfylkingarinnar sérkennilegar. Nú hafa ráðherrar Samfylkingarinnar látið bóka sérstaka afstöðu sína til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Næst bregst Samfylkingin þagnarskyldu og trúnaði og lætur  málgagni sínu Fréttablaðinu í té  upplýsingar um bókunina.  Ekki verður annað séð en með þessu hafi Samfylkingin annað hvort  kosið að standa varðstöðu um Davíð Oddsson þó að með þessum sérkennilega hætti sé eða vinna að stjórnarslitum.

Samfylkingarráðherrum er  ljóst að samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn verður ekki knúinn til að láta fyrrverandi formann sinn fara úr embætti Seðlabankastjóra með bókun á ríkisstjórnarfundi. Þvert á móti þá er slík aðgerð líkleg til að koma í veg fyrir að Seðlabankastjóri verði látinn víkja. Markmiðið með bókuninni getur því tæpast verið annað en að knýja Sjálfstæðisflokkinn til að standa við bakið á Davíð. Samfylkingin er með því að reyna að koma höggi á samstarfsflokk sinn í ríkisstjórn og það ætti öllum að vera ljóst.

Eftirtektarvert hefur verið að fylgjast með því undanfarna daga eftir að Samfylkingi notar öll tækifæri til að reyna að koma sér undan ábyrgð á óvinsælum aðgerðum en láta líta svo út að það sé allt á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.  Þegar svo er komið í ríkisstjórn þá eru engin heilindi til staðar lengur. Slík ríkisstjón er ekki á vetur setjandi og ekki líkleg til að valda því risavaxna verkefni sem framundan er.

Kjósendur verða að velta því fyrir sér hvort að Samfylkingin sem nú mælist með mest fylgi allra stjórnmálaflokka er trausts verður þegar ráðherrar flokksins sína ítrekað af sér dæmafá óheilindi gagnvart samstarfsaðila sínum þegar mest á ríður að samstaða um lausn vandamálanna sé til staðar.

Stjórnarandstaðan hefur sýnt fulla ábyrgð og vilja til að vinna af heilindum að lausn þess gríðarlega vanda sem er framundan. Það er því með ólíkindum að annar stjórnarflokkurinn skuli sína af sér ítrekað jafnmikið ábyrgðarleysi og Samfylkingin gerir.

Skyldi Samfylkingin haga sér svona ábyrgðarlaust af því að hún er blinduð af velgengni í skoðanakönnunum og vilji í raun slíta stjórnarsamstarfinu og láta efna til kosninga sem fyrst?


mbl.is Samfylking afneitar Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 212
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4678
  • Frá upphafi: 2558601

Annað

  • Innlit í dag: 199
  • Innlit sl. viku: 4386
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband