Leita í fréttum mbl.is

Tími til breytinga?

Taka má undir það með Jóni Gunnarssyni að það er afar óheppilegt að ráðherrar skuli gefa yfirlýsingar eins og þær sem Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir gáfu í gær meðan stjórnarandstaðan og nokkrir stjórnarþingmenn ræddu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um heimild til lántöku frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Eðlilegra hefði verið að ráðherrarnir hefðu tekið þátt í umræðum á Alþingi og fjallað þar um framtíðaráform ríkisstjórnarinnar.  Það gerðu þeir ekki og sáust ekki nema annar við lítinn hluta umræðunnar.

Fram kom í umræðunni á Alþingi í gær að verulegir brestir eru í stjórnarliðinu.  Með það í huga og þá yfirlýsingu sem þessir ráðherrar Samfylkingarinnar gáfu í gær þá er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort forsenda sé fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi.

Vilji Samfylking og Sjálfstæðisflokkur halda áfram að vinna saman í ríkisstjórn þá gera flokkarnir það og þurfa ekki nýtt umboð því að umboð hafa þeir til næstu ára. Sé hins vegar ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar um leið út úr vandanum þá gerir ríkisstjórnin þjóðinni þann besta greiða að segja af sér.

Stóra spurningin er hvort ríkisstjórnin hafi þann innri styrk og samtöðu sem afsakar það að hún haldi áfram störfum.


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 205
  • Sl. sólarhring: 684
  • Sl. viku: 4671
  • Frá upphafi: 2558594

Annað

  • Innlit í dag: 193
  • Innlit sl. viku: 4380
  • Gestir í dag: 190
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband