Leita í fréttum mbl.is

Verðbólgan étur upp eignir fólksins í landinu.

Verðbólgumarkmið Seðlabankans eru að verðbólga sé innan við 2.5% á ári. Til þess að ná því takmarki hækkaði Seðlabankinn stýrivexti aftur og aftur og setti Evrópumet í háum stýrivöxtum. Afleiðingarnar voru bullgengi á krónunni, sem orsakaði miklar lántökur í erlendum gjaldmiðlum sem varð þess síðan valdandi að þenslan fór úr böndunum með þeim afleiðingum að verðbólga jókst og allt fór að lokum úr böndunum vegna þess að innistæður í krónum voru aldrei til staðar fyrir því sem tekið var að láni meðan Seðlabankinn hagaði málum þannig að erlendur gjaldmiðill væri á útsölu.

Afleiðingarnar af rangri efnahagsstefnu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hafa verið að koma í ljós ein af annarri. Óðaverðbólga nú 17.1%, hrun á gengi íslensku krónunnar, lækkun fasteignaverðs á meðan verðtryggðu lánin hækka og hækka.

Þessi efnahagsóstjórn sem Seðlabankinn ber höfuðábyrgð á ásamt ríkisstjórninni étur upp eignir fólksins í landinu og ógnar stöðugleika og afkomugrundvelli fyrritækja.

Svona verðbólga þýðir það að maður sem tekur 10 milljón króna lán verðtryggt til 40 ára með núgildandi vöxtum á verðtryggðum lánum mundi þurfa að borga rúman milljarð til baka vegna 10 milljón króna lánsins á lánstímanum.  Verðtryggingin er óréttlát og hún rænir eignum fólks.

Verkalýðsforustan og ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu með því að ætla að viðhalda verðtryggingunni.

Við verðum að fá alvöru gjaldmiðil strax og afnema verðtrygginguna. 

Við getum ekki búið fólkinu í landinu allt önnur og verri lánakjör en gerist annars staðar í okkar heimshluta.

 

david_oddsson                          geir                    gylfiarnbjornsson  

 

Verðtryggingarfurstarnir verða að víkja. Hagsmunir fólksins í landinu krefjast þess       


mbl.is Verðbólgan nú 17,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 227
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 4693
  • Frá upphafi: 2558616

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 4401
  • Gestir í dag: 209
  • IP-tölur í dag: 205

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband