Leita í fréttum mbl.is

Afturhvarf til fortíðar.

Í nótt voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða á um víðtæk gjaldeyrishöft.  Það er afturhvarf um 50 ár aftur í tímann.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sagði í málefnasamningi sínum að hún væri frjálslynd umbótastjórn. Hvílíkt öfugmæli.  Ríkisstjórnin er hafta og skömmtunarstjórn.

Verst er þó að verða þess betur og betur áskynja að ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn. Engin framtíðarstefna eða skammtímastefna er mótuð. Það er látið nægja að stjórna frá degi til dags.

Nú þegar genginu er handstýrt þá má lækka stýrivexti niður undir 0. Það er það sem fólk og fyrirtæki þurfa á að halda. Síðan verður að 0 stilla verðbótavísitöluna og gefa upp á nýtt án verðtryggingar.  Fólk og fyrirtæki verða að búa við svipuð kjör á lánamarkaði og gerist annars staðar í okkar heimshluta.


Bloggfærslur 28. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 285
  • Sl. sólarhring: 732
  • Sl. viku: 4751
  • Frá upphafi: 2558674

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 4457
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband