Leita í fréttum mbl.is

Rödd skynseminnar í Sjálfstæðisflokknum.

Athyglivert að loksins skuli vera farið að rofa til í heilabúi nokkurra forustumanna Sjálfstæðisflokksins varðandi Ísland og Evrópusambandið.  Friðrik Sóphusson hefur oft verið helsta rödd skynseminnar innan Sjálfstæðisflokksins og er það greinilega ennþá

friðriksophussonFriðrik Sóphusson fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í meir en áratug segir það skyldu Sjálfstæðisflokksins að greiða fyrir því að fólk geti kosið á milli tveggja kosta í Evrópumálum  og flokkurinn verði að fallast á að aðildarviðræður fari fram. 

Ég tel nokkuð ljóst að fyrst Friðrik Sóphusson velur það að gefa þessa yfirlýsingu núna þá sé sterk hreyfing í Sjálfstæðisflokknum fyrir því að farið verði í aðildarviðræður. Það verður spennandi að sjá hvort sú verður niðurstaðan að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki það á Landsfundi sínum í janúar að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. 

Satt að segja hef ég aldrei skilið hvað getur verið hættulegt við að fara í aðildarviðræður. Spurning er alltaf í milliríkjaviðskiptum hvað er í boði með hvaða kostum og ókostum. Það er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu fyrr en það liggur fyrir.  

Mikið er ég ánægður með að minn gamli vinur og baráttubróðir Friðrik Sóphusson skuli hafa komið auga á þessi sannindi.

En skyldi Davíð vita af þessu?


mbl.is Þjóðin fái að kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 241
  • Sl. sólarhring: 707
  • Sl. viku: 4707
  • Frá upphafi: 2558630

Annað

  • Innlit í dag: 228
  • Innlit sl. viku: 4415
  • Gestir í dag: 223
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband