Leita í fréttum mbl.is

Mánaðarafmæli neyðarlaganna.

Í dag er mánuður liðinn síðan neyðarlögin voru samþykkt á Alþingi. Frá þeim tíma hefur lítið þokast á Alþingi og alþingismenn fá ekki upplýsingar eða svör um stöðu mála.  Ríkisstjórnin er greinilega hugmyndasnauð og það hefur komið fram í utandagskrárumræðum í dag á Alþingi um vanda fjölskyldnanna í landinu og vanda íbúðareigenda.

Í ræðu á Alþnigi fyrr í dag þá benti ég á aðgerðir sem grípa yrði til strax til að tryggja stöðu venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu.

1. Lánakjör verði sambærileg og í nágrannalöndum okkar.

2. Stýrivextir verði þegar í stað lækkaðir í 5%

3. Nauðsynlegum gjaldeyrishöftum verði beitt tímabundið meðan náð er tökum á gjaldeyrismarkaðnum.

4. Tengja verður gjaldmiðilinn við stærra myntkerfi þannig að um stöðugleika og öryggi geti verið að ræða.

5. Veita verður atvinnufyrirtækjunum fyrirgreiðslu til að framleiðslan geti haldið áfram og tryggja með því sem mesta atvinnu í landinu.

6. Frysta verður verðtryggð lán og lán í erlendri mynt í a.m.k. 6 mánuði

7. Endurreikna verður vísitöluna  miðað við raunveruleikann og gefa upp á nýtt. Með sanngjörnum hætti að þessu sinni.

8. Afnema verður verðtrygginguna.

Heimspekingurinn Plato sagði að það þjóðfélag þar sem ekki væri gætt réttlætis fengi ekki þrifist.


Bloggfærslur 6. nóvember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 300
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 4766
  • Frá upphafi: 2558689

Annað

  • Innlit í dag: 284
  • Innlit sl. viku: 4471
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 269

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband