Leita í fréttum mbl.is

Ísland er áhrifalaus útkjálki.

faniEvrópusambandsinsÞað er athyglivert að fylgjast með deilum í Sjálfstæðisflokknum um hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu.  Sá merki fjölmiðlamaður Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins er mikið á móti því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og segir í grein um fyrstu drög utanríkis- og varnarmálahóps Sjálfstæðisflokksins að Ísland yrði áhrifalaus útkjálki ef til aðildar kæmi.

Heimsýn fólks er mismunandi og eðlilegt að fólk smíði sér rök í samræmi við hana. Staðreyndin er sú að því miður þá er Ísland í dag áhrifalaus útkjálki. Sennilega hefur Ísland aldrei frá lýðveldisstofnun árið 1944 verið eins áhrifalaus útkjálki og landið er í dag.  Á árum áður höfðum við mun meira vægi innan NATO en við höfum í dag. Við höfum svipaða stöðu í Norðurlandaráði og hjá Sameinuðu þjóðunum og áður en við erum utangátta í Evrópu af því að við erum EES þjóð en ekki í Evrópusambandinu.  Við erum þjóð sem tekur við stórum hluta af löggjöf sinni í bögglapósti frá Brussel af því að við erum í EES og höfum ekkert með lagasetningu Evrópusambandsins að gera.

Hefur það nokkru sinni verið þannig að lítilmagninn tapi frekar áhrifum á því að vera í félagi heldur en standa einn? Hvað með smáríki Evrópu eru þau áhrifalaus. Hvað með lönd eins og t.d. Luxembourg og Írland. Eru þau áhrifalaus.  Luxembourg verður seint útkjálki staðsett í miðri Evrópu  en landið hefur verið eitt áhrifamesta land Evrópusambandsins þrátt fyrir smæð sína.  Af hverju? Af því að þeir hafa verið með og virkir í Evrópusambandinu frá upphafi. Misstu þeir fullveldið við það. Nei svo var ekki.

Hvað með okkar stoltu frændþjóð Íra. Hafa þeir verið áhrifalaus útkjálki í Evrópusambandinu. Ég hygg að fáir Írar mundu samþykkja að svo hafi verið. Voru það ekki þeir sem stöðvuðu samþykkt Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Litli "áhrifalausi" útkjálkinn sem var búin að missa fullveldi sitt samkvæmt kokkabókum Evrópuandstæðinga.

Þessi heimsýn Styrmis Gunnarssonar stenst ekki rökræna skoðun. Hitt er annað mál að það kann að henta okkur af ýmsum öðrum ástæðum að standa utan Evrópusambandsins en áhrifalausari verðum við ekki innan þess en við erum og verðum utan þess.  


mbl.is Ísland áhrifalaus útkjálki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu jólakveðjur

Sendi mínar bestu jólakveðjur og vona að allir sem þetta lesa hafi haft góða jólahátíð það sem liðið er.  Ég var ánægður að heyra það að kirkjusókn hefði verið sú mesta á landinu á aðfangadagskvöld.  Það sýnir eitt með öðru hvað kristin kirkja gegnir miklu hlutverki í lífi flestra Íslendinga.

Á sama tíma finnst mér leiðinlegt að lesa um það að innbrotum skuli fjölga  mikið á höfuðborgarsvæðinu. Ég spyr hvað veldur.  Ekki er það í samræmi við boðskap jólanna að taka frá öðrum ófrjálsri hendi.  Vonandi tekst að koma lögum yfir þá sem að þessu standa og leiða þá á réttar brautir í lífinu.

Það skiptir miklu að muna eftir boðskap jólanna. Friður, fyrirgefning og kærleikur.  Við ættum að minnast þess um jólin og raunar alltaf að það er inntak kristinnar boðunnar. Í þeim anda eigum við að starfa eftir því sem okkur er unnt hverju og einu.


Bloggfærslur 26. desember 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 361
  • Sl. sólarhring: 596
  • Sl. viku: 4827
  • Frá upphafi: 2558750

Annað

  • Innlit í dag: 339
  • Innlit sl. viku: 4526
  • Gestir í dag: 322
  • IP-tölur í dag: 315

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband