Leita í fréttum mbl.is

Ástæða til að kaupa Morgunblaðið í dag.

Flest blöð sem vilja láta taka sig alvarlega hafa ákveðna fasta dálkahöfunda. Margir kaupa blöð eingöngu til að lesa slíkar greinar.  Morgunblaðið hefur ekki farið þá leið en nýtur þess að mikið af góðum greinarhöfundum skrifar í blaðið.

Full ástæða er til að benda á að í dag er mikið af góðum greinum í blaðinu. Jónas Elíasson prófessor skrifar um Bjallavirkjun með einkar skýrum hætti eins og honum er lagið. Í greininni bendir hann á hversu innantóm og andstæði heilbrigðri skynsemi barátta virkjana andstæðinga í Vinstri grænum og Samfylkingunni eru.

Grein Ragnars Önundarsonar fyrrverandi bankastjóra "Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn" er framhald góðra greina Ragnars um efnahagsmál þar sem hann bendir á með glöggum hætti þau vandamál sem hafa orðið í hagstjórn síðustu ára.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar um stóriðju og efnahagsstefnu. Gott innlegg í umræðuna og hvaða veruleiki blasir við okkur í efnahags- og atvinnumálum að mati höfundar.

Síðast en ekki síst skrifar Gauti Kristmannsson dósent grein sem hann velur heitið Krónuskatturinn og fjallar um hvað það kostar okkur mikið að vera með krónuna sem gjaldmiðil. 

Morgunblaðið var virkilega hverrar krónu virði í dag og það vegna þess sem ólaunaðir dálkahöfundar blaðsins höfðu fram að færa. Það væri vel þess virði fyrir blaðið að fá þessa menn og fleiri til að skrifa greinar með reglulegu millibili.  Það er alltaf gaman að lesa greinar eftir fólk sem hefur mikið fram að færa og gerir það með greinagóðum hætti eins og þeir sem skrifa ofangreindar greinar.


Bloggfærslur 14. september 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.6.): 650
  • Sl. sólarhring: 662
  • Sl. viku: 5307
  • Frá upphafi: 2558373

Annað

  • Innlit í dag: 635
  • Innlit sl. viku: 4972
  • Gestir í dag: 591
  • IP-tölur í dag: 572

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband