Leita í fréttum mbl.is

Gott þing Neytendasamtakanna.

Þingi Neytendasamtakanna var að ljúka. Þingið var fjölmennt og mikil eindrægni og samstaða ríkti á þinginu.

Sennilega er fréttnæmasta ályktun þingsins þessi:

" Þing Neytendasamtakana telur tímabært að við  látum reyna á það með aðildarviðræðum hvort hægt sé að ná viðunandi samningum í málum sem varða sjávarútveg og landbúnað. Ljóst er að hagsmunir heimilanna í þessu máli eru það miklir að ekki er ástæða til að bíða lengur að láta reyna á þessa þætti með aðildarviðræðum. Það yrði að sjálfsögðu þjóðin sem tæki lokaákvörðun um ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningar liggja fyrir."

Þessi tillaga var samþykkt af 87% þeirra sem greiddu atkvæði en 13% þeirra sem atkvæði greiddu voru á móti.  Afstaðan innan Neytendasamtakanna er því afgerandi.

Það var ánægjuleg tilbreyting að vera á fjölmennum fundi þar sem eindrægni, vinátta og baráttuandi var einkennandi fyrir stemmninguna. 


Bloggfærslur 20. september 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 677
  • Sl. viku: 4488
  • Frá upphafi: 2558411

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 4206
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband