Leita í fréttum mbl.is

Grafalvarlegt ástand.

Forsætisráðherra og Seðlabankastjórar hittast ekki bæði á laugardegi og sunnudegi án þess að það sé eitthvað sem bregðast verður við.  Það getur ekki verið rétt fullyrðing hjá forsætisráðherra að hann hafi dottið svo rækilega úr sambandi þá nokkru daga sem hann var fjarverandi að berjast fyrir kjöri í Öryggisráðið að hann hafi þurft á allri þessari yfirferð að halda. Geir hafði allan tímann aðgang að netinu og var í símasambandi. 

Sé sú staðhæfing rétt hjá Geir að þeir hlutir hafi komið upp þá 4 daga sem hann var í burtu að hann þurfi sérstaklega að fá Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra með sér til að kynna sér málið þessa helgi þá er ljóst að það er eitthvað alvarlegt að gerast  því miður.  Spurning er líka afhverju voru bankastjórar Kaupþings banka boðaðir á fundinn í dag. Afhverju þeir en ekki þá bankastjórar allra stóru viðskiptabankanna?

Mér er ljóst að ástandið er grafalvarlegt. Krónan hefur verið nánast í frjálsu falli og sumir af íslensku vogunarsjóðunum eru komnir í erfiðleika. Þess vegna er eðlilegt að helstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar fundi ásamt þeim öðrum ráðamönnum í þjóðfélaginu sem nauðsynlegt er að fá til skrafs og ráðagerða.  En alltaf þegar slíkt gerist og fundarhöld eins og þessi eru þá er ljóst að erfiðleikar eru og það borgar sig betur að segja þjóðinni allt af létta og vera tilbúinn til að taka á vandanum en að láta eins og ekkert sé.


Bloggfærslur 28. september 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.6.): 637
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 5294
  • Frá upphafi: 2558360

Annað

  • Innlit í dag: 623
  • Innlit sl. viku: 4960
  • Gestir í dag: 582
  • IP-tölur í dag: 563

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband