Leita í fréttum mbl.is

Spillingunni sagt stríð á hendur.

John McCain valdi réttan meðframbjóðanda þar sem Sarah Palin fylkisstjóri í Alaska er. Með henni fær framboðið ferskleikablæ sem það þurfti svo nauðsynlega á að halda.

Athyglivert er að John McCain skuli segja spillingunni stríð á hendur og skuli taka það sérstaklega fram að þar sé flokkur hans ekki hvítskúraður.  Mikið þætti mér varið í Geir Haarde ef hann færi í sama ham hvað þetta varðar og John Mc Cain enda ekki vanþörf á þar sem sumir flokksmenn hans eru farnir að líta á ríkissjóð eins og akur sem megi taka úr að geðþótta.

Fyrir tæpu ári síðan þegar forkosningar Demókrata og Repúblikana voru að byrja þá skrifaði ég hér á bloggið mitt að mínir draumaframbjóðendur við forsetakosningarnar væru þeir Barrack Obama og John McCain. Báðir boðuðu þeir breytingar og hefðu eitthvað nýtt fram að færa. Á þeim tíma var Hillary Clinton líklegasti frambjóðandi Demókrata en sem betur fer tókst að koma í veg fyrir þá ógæfu að hún næði útnefningu. Margir voru taldir líklegri en John McCain en hann stendur nú þvert á alla spádóma uppi sem sigurvegari.

Fyrirfram hefði ég bókað auðveldan sigur Demókrata eftir ógæfu stjórn George W. Bush en John McCain hefur sýnt það aftur og aftur að hann er hið mesta ólíkindatól þegar kemur að því að vinna kosningar sem enginn bjóst við að hann myndi vinna.  Kosningabaráttan verður spennandi en alla vega þá eru bestu mennirnir sem í boði voru í kjöri.


mbl.is Sjálfstæður endurbótasinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2008

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 14
  • Sl. sólarhring: 670
  • Sl. viku: 4480
  • Frá upphafi: 2558403

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 4199
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband