Leita í fréttum mbl.is

Síðustu dagar Bush

Rúmur hálfur mánuður er til loka embættisferils George W. Bush jr. Bandaríkjaforseta. Hægt er að segja um hann þegar hann hættir að farið hefur fé betra.  Vegna vanstjórnar sinnar og afglapa eru Bandaríkin í vanda hvar sem litið er. Efnahagshrun, dvínandi áhrif og misheppnuð hernaðarumsvif verða þeir minnisvarðar sem Bush forseti skilur eftir sig.  Allan tímann sem hann hefur verið forseti hefur hann gefið Ísraelsmönnum grænt ljós til að fara sínu fram gagnvart Palestínumönnum.  Ef til vill eru Ísraelsmenn nú í aðdraganda kosninga hjá sér að nýta síðustu daga þessa slappa forseta til að herða tökin sem aldrei fyrr gagnvart Palestínufólki.

Það trúa því sennilega engir aðrir en þeir sem hafa komið til Ísrael hvað þeir koma illa fram við Palestínufólkið. Ég hefði ekki trúað því fyrifram að sjá annan eins valdahroka og víðtæka aðskilnaðarstefnu í verki eins og er í Ísrael. Aðskilnaðarmúrinn er gott dæmi um það að þegar einn mún ófrelsisins hrynur þá búa nýir harðstjórar til nýjan. Berlínarmúrinn féll en múrinn um þvera Palestínu til að loka Palestínufólkið annað hvort úti eða inni er nær fullger.

Mér er það óskiljanlegt afhverju lýðræðisríki Evrópu og Ameríku láta þetta gerast án þess að grípa til víðtækra aðgerða gegn Ísrael. Hvað með viðskiptabann. Slit á stjórnmálasambandi. Það er ekki hægt fyrir lýðræðisríki að horfa þegjandi upp á ítrekuð og stöðug mannréttindabrot Ísraelsmanna.

Þessi mannréttindabrot Ísrael eru ekki bara ógn við fólkið í Palestínu. Það má ekki gleymast.

Ég vona að Barack Obama verðandi forseti Bandaríkjanna sýni dug í þessu efni og láti það ekki ganga lengur að Gyðingar misbjóði mannréttindum og mannhelgi.  Fram til þess tíma tel ég niður þá daga sem Bush á eftir að gegna embætti í Hvíta Húsinu í Washington D.C.


Bloggfærslur 2. janúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 389
  • Sl. viku: 4372
  • Frá upphafi: 2558805

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 4089
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband