Leita í fréttum mbl.is

Kvótahafar fá 7 milljarða frá ríkinu.

Það er merkilegt að á tímum efnahagsþrenginga og niðurskurðar að þá skuli ríkisstjórnin færa kvótahöfum 7 milljarðar vegna 30 þúsund tonna viðbótarafla í þorski. Hefði ekki verið rétt að þjóðin hefði fengið allan afrakstur þessa viðbótarafla eins og nú háttar til í þjóðfélaginu? Hefði ekki verið rétt að viðbótaraflaheimildir yrðu boðnar út til hæstbjóðanda og þjóðin fengið tekjurnar?

Það er verið að loka sjúkrastofnfunum vegna fjárskorts en á sama tíma munar sjávarútvegsráðherra og ríkisstjón hans ekki um að rétta kvótahöfunum viðbótargjöf í milljörðum talið.

 Hvar var Samfylkingin þegar ákvörðun var tekin um þessa rausnarlegu gjöf til kvótahafanna.  Voru þau búin að gleyma ummælum um kvótakerfið sem stærsta rán Íslandssögunnar?

Er hægt að afsaka svona ríkisstjórn. 

Sýnir þetta dæmi ekki hversu blygðunarlaus ríkisstjórnin er í að hygla forréttindahópnum í þjóðfélaginu á kostnað okkar hinna?


Þetta gengur ekki.

Mér var brugðið þegar ég sá að ríkisbankinn Landsbankinn ætlar að henda 11 milljónum dollara eða jafnvirði 1.4 milljarða króna í Decode Genetics. Er ekki nóg komið af óeðlilegum bankaviðskiptum á Íslandi. Er ekki nóg komið af því að veita ótryggðar fyrirgreiðslur til fyrirtækja eins og Decode Genetics. Á sínum tíma m.a. vegna Davíðs Oddssonar gengust þáverandi ríkisbankar þ.á.m. Landsbankinn í  að kaupa hlutabréf í Decode og selja þau síðan aftur á allt of háu verði sem bankamenn þess tíma markaðssettu með vægast sagt óeðlilegum hætti. Nú þegar Landsbankinn er orðinn ríkisbanki aftur þá á að henda einum og hálfum milljarði til viðbótar í þetta fyrirtæki sem hefur þegar kostað okkur allt of marga milljarða.

Fyrirtæki eins og Decode á að reka á kostnað og áhættu eigenda þess en ekki íslensku þjóðarinnar.   Það hefði verið betra að hafa aðra en Davíð og Co við stjórnvölin þegar bankarnir voru einkavæddir til að sjá til þess að kapítalistarnir bæru ábyrgð á sjálfum sér, græddu á eigin verðleikum og þyrftu að þola tapið sálfir í staðinn fyrir að láta þjóðina gera það.

Mér er gjörsamlega ofboðið að nýí ríkisbankinn skuli henda einum og hálfum milljarði með þessum hætti.


mbl.is deCODE semur við Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 390
  • Sl. viku: 4374
  • Frá upphafi: 2558807

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4091
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband