Leita í fréttum mbl.is

Af hverju segir ríkisstjórnin ekki af sér?

Mér er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin segir ekki af sér. Hún hefur verið lífvana undanfarna daga.

Það var efnahagshrun í byrjun október fyrir tæpum 4 mánuðum. Sömdu þau Ingibjörg og Geir ekki þá um það hvert skyldi stefna og hvað þyrfti að gera. Lá ekki ljóst fyrir að það væri ærinn vandi framundan sem taka þyrfti á?

Mér sýnast þau Geir og Ingibjörg vanhæf til að vera leiðtogar í ríkisstjórn fyrst það þarf að fara semja núna um það sem hefði átt að gera fyrir 4 mánuðum síðan.

Ríkisstjórn sem veit ekki hvert á að halda eða hvað skal gera gerir borgurum sínum þann mesta greiða að hætta og fara frá.

Satt best að segja hélt ég að Geir mundi eftir ítrekaðar ögranir Samfylkingarinnar fara að loknum fundi miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins út á Bessastaði og segja af sér fyrir sína hönd og ráðuneytis síns. Það var það sem hann átti að gera í stöðunni.


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 398
  • Sl. viku: 4368
  • Frá upphafi: 2558801

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4086
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband