Leita í fréttum mbl.is

Klappstýra vinstri stjórnar.

olafurragnarForseti lýðveldisins hefur tekið að sér nýtt hlutverk. Hann er ekki lengur klappstýra útrásarinnar og ferðast ekki lengur með einkaþotum útrásarvíkinga eða situr boð þeirra á dýrustu veitingastöðum veraldar eða býður þeim í dýrðleg boð á Bessastöðum.

Nú hefur forsetinn tekið að sér að vera klappstýra nýrrar vinstri stjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og notar tækifærið í leiðinni til að koma að vægast sagt umdeildum lögskýringum á ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar sem snertir valdsvið forseta og ríkisstjórnar.

Mér finnst einnig vægast sagt undarlegt að forsetinn skuli tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert um væntanlegar viðræður Samfylkingar og VG og hverjir muni styðja þá stjórn. Ég minnist þess ekki að fyrri forsetar hafi nokkru sinni blandað sér með sama hætti í þjóðmálaumræðuna eins og Ólafur Ragnar Grímsson.

Því miður þá ákvað forsetinn að fara þessa leið og fela fyrrum flokkssystkinum sínum að bræða sig saman í stað þess að láta á það reyna hvort hægt væri að koma á ábyrgri stjórn allra flokka til að leiða þjóðina áfram og út úr vandanum.

Þó að fráfarandi ríkisstjórn hafi vissulega verið vandræðastjórn þá er hætt við hér verði illa tjaldað til fárra nátta.


Þjóðstjórn ábyrgasti valkosturinn.

Íslendingar standa frammi fyrir alvarlegum aðstæðum í þjóðlífinu. Efnahagshrunið í október kallaði á margháttaðar aðgerðir. Fráfarandi ríkisstjórn brást seint og illa við. M.a. gat Þingvallastjórnin ekki komið saman skammlausum fjárlögum. Gríðarlegur halli kallar á harðari aðgerðir í ríkisfjármálum á næsta ári.

Bráðavandinn sem við stöndum frammi fyrir er þríþættur. 

 Bregðast verður við vanda atvinnufyrirtækjanna til að eðlilegt atvinnulíf haldist í landinu.

Bregðast verður við vanda fjölskyldnanna í landinu vegna óeðlilegra lánakjara á einstaklinga.

Tryggja verður eðlileg viðskipti við útlönd.

Því miður gafst Þingvallastjórnin upp við að koma þessum verkefnum í höfn.

Yrði mynduð þjóðstjórn þá getur einn flokkur ekki sett þau skilyrði að hann leiði ríkisstjórnarsamstarfið.  Ná verður samkomulagi um það sem þjóðstjórnin mun vinna að og þau verkefni sem hún þarf að leysa.

Ástandið er það grafalvarlegt að það er ábyrgðarhluti að alþingismenn skuli ekki átta sig á því að það verður að leggja flokkshagsmuni til hliðar og hugsa eingöngu um hagsmuni íslensku þjóðarinnar til að koma í veg fyrir að sá bráðavandi sem fyrir er leiði til nýs hruns með enn alvarlegri afleiðingum.

Svo virðist því miður  sem forseti lýðveldisins skynji ekki  mikilvægi þess að víðtæk samstaða náist um stjórnun landsins og tekist verði strax á við þau vandamál sem við er að etja en skjóta þeim ekki á frest.

Ég verð að viðurkenna það að ég hef sjaldan haft eins miklar áhyggjur af möguleikum og framtíð þjóðarinnar en nú og það er okkur að kenna.   Við alþingismenn, fráfarandi ríkisstjórn og forseti lýðveldisins erum ekki að axla okkar ábyrgð meðan ekki er mynduð ríkisstjórn með víðtæku umboði sem er tilbúin til að stjórna og veit hvað á að gera.


Bloggfærslur 27. janúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 4368
  • Frá upphafi: 2558801

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4086
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband