Leita í fréttum mbl.is

Svar þitt skal vera já já og nei nei.

Þegar Ólafur Jóhannesson var formaður Framsóknarflokksins þá var eitt sinn vísað til þeirrar þekktu setningar í Biblíunni að "svar þitt skal vera já já og nei nei" Þannig þótti Framsóknarflokkurinn fara þá og svo virðist sem flokkurinn hafi nú gengið í endurnýjun lífdaga með afturhvarfi til fortíðar.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag lýsir nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins skoðunum sínum með einkar fróðlegum Framsóknarhætti. Hann vill bæði semja um Icesave skuldbindingarnar og ekki semja um þær. Ég velti því fyrir mér hvort formaður Framsóknarflokksins viti ekki hver afstaða Framsóknarflokksins var til þessa máls þegar þingsályktunartillaga þess efnis var afgreidd á Alþingi.  Miðað við afstöðu þingmanna flokksins í málinu liggur þá ekki afstaða Framsóknarflokksins ljós fyrir?

Um hugsanlega minnihlutastjórn segir hann að þar eigi að fara ríkisstjórn sem sitji sem allra skemmstan tíma og umboð stjórnarinnar mjög takmarkað. Á sama tíma bendir formaður Framsóknarflokksins réttilega á mikinn  vanda fjölskyldna og fyrirtækja í landinu sem brýn nauðsyn sé að leysa sem fyrst. 

Mér er það satt að segja nokkur ráðgáta hvernig ríkisstjórn sem á að hafa takmarkað umboð og sitja í sem skemmstan tíma á að geta gert eitthvað sem máli skiptir varðandi þau aðkallandi vandamál sem við er að glíma og formaður Framsóknarflokksins bendir réttilega á. 

Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins ber mikla ábyrgð á því hvernig mál hafa þróast. Hann gaf þá yfirlýsingu fyrir lögnu að Framsóknarflokkurinn mundi verja minnihlutastjórn Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar falli. Þess vegna fóru  málin í þennan farveg.

En Sigmundur Davíð er greinilega nokkuð snjall samningamaður því að þegar hann var búinn að trylla VG og Samfylkingu í stjórnarmyndunarviðræður þá segir  hann aftur og aftur já en og já en, bara ef þið gerið þetta.  

Raunar er þessi afstaða hans og Framsóknarflokksins ekki dæmi um hið nýja Ísland sem þeir tala um heldur það gamla. Þann hráskinnaleik og sérgæsku sem hefur valdið því að fólk hefur ekki viljað styðja við Framsóknarflokkinn.

Formaður Framsóknarflokksins virðist ekki átta sig á að við erum á ögurstundum í íslensku samfélagi og það liggur á að starfhæf ríkisstjórn verði mynduð til að taka á þeim bráðavanda sem við er að glíma ekki til eins mánaðar eða tveggja heldur til lengri tíma. Ríkisstjórn sem ætlar sér að sitja í 2 til 3 mánuði ætlar sér ekki og getur ekki markað afgerandi spor svo sem nauðsyn ber til.  Ég fæ ekki betur séð en þetta hafi átt að vera hundrað daga gleðistjórn til að tryggja stjórnarflokkunum fylgi við kosningar en taka verði á vandamálunum eftir það.

Ríkisstjórn sem treystir sér ekki og mun ekki hafa með ný fjárlög að gera og nauðsynlegar aðgerðir í ríkisrekstrinum er ekki að marka neina sérstaka stefnu til frambúðar.  Vandi heimilanna og fyrirtækjanna er meiri en svo að það sé hægt að sætta sig við svona ruglanda í stjórnmálum.

For


mbl.is Stjórn mynduð í dag eða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. janúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 396
  • Sl. viku: 4368
  • Frá upphafi: 2558801

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4086
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband