Leita í fréttum mbl.is

Til varnar Sigmundi Davíð

Er hægt að áfellast stjórnmálamann fyrir að leita til helstu vinaþjóðar Íslands með fyrirspurn um hvort þessi ríka vinaþjóð okkar sé reiðubúin til að lána okkur peninga? Ég get ekki séð neitt óeðlilegt við það að formaður Framsóknarflokksins leiti til Norðmanna með beiðni um lánafyrirgreiðslu.  Þá get ég ekki séð neitt athugavert við það að formaður Framsóknarflokksins taki með sér ráðgjafa jafnvel þó að þeir hafi unnið hjá einhverjum útrásarvíking áður.

Sigmundi Davíð er ljóst að ríkisstjórnin er úrræðalaus og sýnir ekkert frumkvæði. Hann reynir því að hafa frumkvæði og leggur þar með sitt á vogaskálarnar eins og allir góðir Íslendingar eiga að gera við þessar aðstæður. Hvað kemur fólki til að hneykslast á þessu frumkvæði formanns Framsóknarflokksins.

Það væri nær fyrir vinstra # í landinu að hneykslast á forsætisráðherranum sem skrifar sérstaklega bréf til flokksbróður síns í Noregi til að koma endanlega í veg fyrir að þessi tilraun formanns Framsóknarflokksins gangi upp.  Er það ekki einmitt aðgerðir Jóhönnu og Stoltenberg leiðtoga norsku Samfylkingarinnar og forsætisráðherra sem fólk ætti að hneykslast á.

Mér finnst það ekki hafa verið í lagi hjá Jóhönnu að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Hún þurfti þess ekki nema í þeim eina tilgangi að reyna að skemma fyrir. Eða gat tilgangurinn verið annar?


Bloggfærslur 11. október 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 346
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 3571
  • Frá upphafi: 2561960

Annað

  • Innlit í dag: 307
  • Innlit sl. viku: 3318
  • Gestir í dag: 284
  • IP-tölur í dag: 279

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband