Leita í fréttum mbl.is

Hvers konar einelti er þetta?

Aðgerðarhópur Vinstri Grænna fyrir landamæralausu Íslandi hélt fund á Lækjartorgi í hádeginu með tilstyrk þingkonunnar Birgittu Jónsdóttur úr Hreyfingunni. Rúmlega 40 mótmælendur mættu til að mótmæla því að farið skyldi eftir lögum í landinu.

Fylgisleysi þessa aðgerðarhóps afhjúpaðist gjörsamlega á útifundinum á Lækjartorgi í hádeginu og eiga skipuleggjendur mótmælanna sérstakar þakkir skildar fyrir það. 

Vegna vonbrigða sinna fór þessi aðgerðarhópur upp í Háskólabíó til að koma í veg fyrir með hrópum og háreysti að dómsmálaráðherra gæti flutt mál sitt. Það vafðist ekkert fyrir þessu sjálfskipaða  baráttufólki fyrir mannréttindum að taka málfrelsið af dómsmálaráðherra.

Mér er spurn af hverju leggur þessi aðgerðarhópur dómsmálaráðherra í einelti vegna þess að hún lætur framfylgja íslenskum lögum og fjölþjóðasamningum. Væri ekki nær fyrir hópinn að fara fram á það við þingmanninn sinn Birgittu Jónsdóttur  og sambærilega Vinstri græna að hún  og þeir eftir atvikum leggi fram tillögur um að breyta lögunum, en það er jú forsenda fyrir því að hægt sé að taka á málum í samræmi við kröfur aðgerðarhópsins.

Væri ekki nær fyrir hópinn að þjarma að Birgittu Jónsdóttur fyrir að hafa ekkert gert í málinu á Alþingi í stað þess að leggja dómsmálaráðherra í einelti?

Baráttufólk fyrir landamæralausu Íslandi neitar greinilega að horfast í augu við þær staðreyndir sem við blasa vegna hömlulítils innstreymis útlendinga undanfarin ár og lesa má um í fréttum á degi hverjum.


Bloggfærslur 16. október 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 3170
  • Frá upphafi: 2561968

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2940
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband