Leita í fréttum mbl.is

Yrðum við betur sett án samnings við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?

Þjóðir leita ekki til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en í nauðirnar rekur. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn metur stöðuna og gerir ásamt stjórnvöldum viðkomandi ríkis áætlun um það með hvaða hætti komast megi sem fyrst út úr vandanum. Það þýðir að grípa þarf til aðhaldsaðgerða. Afleiðingin verður lakari lífskjör og iðulega atvinnuleysi. Í nánast öllum tilvikum hefði samt lífskjörin orðið enn lakari og atvinnuleysið enn meira og kreppan dýpri ef aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefði ekki komið til.

Á sama tíma og krónan er lægri en nokkru sinni fyrr gagnvart erlendum gjaldmiðlum vill meirihluti þjóðarinnar segja upp samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þeir sem það vilja verða að svara því hvort þeir telji að með því muni traust á Íslandi aukast. Hvort að líkur séu á að krónan styrkist eða kreppan verði minni og auðveldara verði að ráða við hana.  Mér er nær að halda að í öllum tilvikum yrði svarið að það er betra fyrir okkur að hafa samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn auk þess sem hann veitir ábyrðgarlítilli ríkisstjórn ákveðið aðhald.

Hér hefur því verið haldið fram í umræðunni að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé notaður eins og handrukkari fyrir Breta og Hollendinga vegna Icesave. Það er ekki allskostar rétt.  Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa hins vegar ítrekað sagt að engin þjóð ekki einu sinni Norðmenn eða aðrar vinaþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum væri reiðubúin til að koma að aðstoð við okkur og lánafyrirgreiðslu nema frá ágreiningi okkar við Breta og Hollendinga yrði gengið. Engin krafa er hins vegar um það með hvaða hætti það á eða átti að gera.

Vinsælasti stjórnmálamaður landsins Steingrímur J. Sigfússon hefur gert ómögulegan samning fyrir okkar hönd og nái hann fram að ganga er ljóst að íslendingar þurfa að greiða milljarða sem þeir hefðu komist hjá hefði eðlilegir samningar verið gerðir á grundvelli fjármálatilskipunar Evrópu. Miðað við 90% endurheimtuhlutfall forgangskrafna Landsbanka Íslands er ljóst að íslenska ríkið hefði aldrei þurft að greiða eina krónu, pund eða evru hefðu samningar verið gerðir á grundvelli íslenskra laga og fjármálareglugerðar Evrópusambandsins.

Handrukkarinn er því ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heldur í raun vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon

Það er oft þannig að kænir stjórnmálamenn kenna Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um þau vandamál sem þeir sjálfir hafa búið til og bera ábyrgð á.


Bloggfærslur 17. október 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 3170
  • Frá upphafi: 2561968

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2940
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband