Leita í fréttum mbl.is

Einstök óvirđing ríkisstjórnarinnar viđ Alţingi

Ríkisstjórnin gerđi samning viđ Breta og Hollendinga vegna Icesave reikninganna í vor. Ađ ţví loknu lagđi ríkisstjórnin fyrir Aţingi ađ skrifa upp á samningana. Alţingi hafnađi ađ gera ţađ nema međ verulegum fyrirvörum. Í framhaldi af ţví fór ríkisstjórnin ađ semja upp á nýtt viđ Hollendinga og Breta og hefur nú gert nýjan samning og undirritađ hann af sinni hálfu án ţess ađ leggja máliđ undir Alţingi.

Nýji samningur ríkisstjórnarinnar um Icesave er andstćđur ýmsum ákvćđum sem Alţingi samţykkti í vor. Samt sem áđur hikar ríkisstjórnin ekki viđ ađ skrifa undir samning sem er ekki í samrćmi viđ nýsamţykkt lög frá Alţingi um máliđ.

Ég hygg ađ sjaldan í ţingsögunni hafi ríkisstjórn sýnt Alţingi eins mikla óvirđingu og ríkisstjórnin međ ţví ađ semja viđ erlendar ţjóđir andstćtt ţeim vilja sem kom fram hjá löggjafarvaldinu mánuđi áđur.

Ţađ er e.t.v. tímanna tákn um hverfulleika hugsjónanna ađ Helgi Ás Grétarsson sem keyptur var inn í Háskóla Íslands af Landssambandi íslenskar útvegsmanna, til ađ verja fiskveiđistjórnarkerfiđ, varđ síđan einn helsti andstćđingur Icesave samninganna en kemur nú fram sem ráđgjafi ríkisstjórnarinnar í málinu.

Í framhaldi af ţví lýsir systir hann Guđfríđur Lilja formađur ţingflokks Vinstri Grćnna yfir stuđningi viđ máliđ.  Hvađ ćtli sannfćring eins ráđgjafa eins og Helga Áss Grétarssonar kosta og hvađ réđ skođanaskiptum systur hans? 

Stendur nú Ögmundur einn?  Eđa hvađ?


Bloggfćrslur 19. október 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 3171
  • Frá upphafi: 2561969

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2941
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband