Leita í fréttum mbl.is

Vinstri grænir og leikhús fáránleikans

Fyrir rúmri viku sagði Ögmundur Jónasson þáverandi heilbrigðisráðherra af sér. Í framhaldi af því var haldinn kvöld og næturfundur í þingflokki Vinstri grænna. Að fundinum loknum féllust þingmenn Vinstri grænna í faðma og lýstu yfir órofa stuðningi við formann sinn Steingrím J. Sigfússon, ríkisstjórnina og hvert annað. Steingrími J var gefið umboð þingflokksins til að klára Icesave málið.

Nokkru síðar þurfti Steingrímur J að bregða sér af bæ. Meðan Steingrímur talaði við forustumenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fulltrúa Breta o.fl. jukust viðsjár með Vinstri grænum innbyrðis og við samstarfsflokkinn. Formaður þingflokks Vinstri grænna  lýsti megnri óánægju með brotthvarf   Ögmundar úr ríkisstjórn. Því var fylgt eftir með yfirlýsingum Ögmundar og opnuviðtali í Morgunblaðinu. 

Svo kom foringinn heim og annar kvöld og næturfundur var haldinn í þingflokki Vinstri grænna. Aftur féllust þingmenn Vinstri grænna í faðma og lýstu yfir stuðningi við ríkisstjórnina en nú var ekki lýst yfir sérstöku umboði Steingrími J til handa um að klára Icesave. Formaður þingflokks Vinstri grænna kom síðan í morgunútvarpið og fylgdi þeirri gullvægu leiðbeiningu Biblíunnar þar sem segir: Svar þitt skal vera já já og nei nei og ekkert umfram það.

Vinstri græn virðast ekki átta sig á því að þeirra er fyrst og fremst ábyrgðin á Icesave samningunum. Foringi þeirra skipaði vanhæfa forustumenn samninganefndarinnar um Icesave sem komu heim með ómögulegan samning sem Steingrímur J lýsti stuðningi við og undirritaði. Það eru afleiðingar þessara gjörða Steingríms J. sem Vinstri græn bera alla ábyrgð á. Kostir þeirra eru því í raun tveir. Að samþykkja gjörðir foringja síns eða lýsa vantrausti á hann.

Raunar verður orðræða ýmissa þingmanna Vinstri grænna ekki skilin með öðrum hætti en þar sé verið að lýsa vantrausti á gerðum Steingríms J. Sigfússonar í Icesave málinu.


Bloggfærslur 8. október 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 3174
  • Frá upphafi: 2561972

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2944
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband