Leita í fréttum mbl.is

Skilur Hæstiréttur Íslands ekki neitt?

Brynjar Níelsson hrl  fjallar um nýgenginn dóm Hæstaréttar í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórnarmönnum í Glitni á bloggi sínu í Pressunni í gær, en þau sjónarmið sem hann setur fram var löngu tímabært að fá fram. 

Í umfjöllun fjölmiðla þá sérstaklega í fréttum ríkisfjölmiðilsins og umræðuþáttum hefur helst mátt skilja að í Hæstarétti Íslands sætu dómarar sem bæru almennt lítið skynbragð á lög og rétt í landinu auk þess sem þeim væri fyrirmunað að skilja málefni sem varða viðskiptalífið auk þess sem þeir væru almennt á móti lítilmagnanum.

Ég hafði ekki kynnt mér umrætt mál þangað til dómur gekk og vonaðist til þess að Vilhjálmur Bjarnason hefði sigur í málinu. Svo fór ekki og við skoðun á málinu gat ég ekki séð að Hæstiréttur hefði getað komist að annarri niðurstöðu. Hvað sem því leið þá var umfjöllun fréttastofu Ríkisútvarpsins bæðí óeðlileg og hlutdræg.

Í samræmi við þá hlutdrægu umræðu sem RÚV hefur haldið uppi um málið var eðlilegt að um málið væri fjallað einhliða í helsta umræðuþætti ríkissjónvarpsins. Ekki verður annað séð en í frétta- og umræðuþáttum ríkisfjölmiðilsins hafi verið fjallað um þennan dóm Hæstarréttar af fólki sem hefur álíka færni í að meta dóma Hæstaréttar og lögfræðingur til að stunda heilaskurðlækningar.

Ég átti von á því að Lögræðingafélagið,Lögmannafélagið eða jafnvel félög laganema í þeim of mörgu háskólum landsins þar sem lögfræði er kennd mundu láta frá sér heyra um þessa hlutdrægu og ómálefnalegu umfjöllun ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar.  Þögn þessara aðila er óskiljanleg vegna þess að sé það rétt sem haldið hefur verið fram í fréttum og fréttatengdum þáttum Ríkisútvarpsins þá þyrftu viðkomandi dómarar Hæstaréttar að segja af sér.  Þeir væru þá gjörsamlega vanhæfir.

Það má e.t.v. benda vandlæturum Ríkisútvarpsins og þeim fjölmörgu hagfræðingum og viðskiptafræðingum sem um dóminn hafa fjallað á það að eðlilegra er að beina reiði sinni að Alþingi fyrir að hafa afgreitt lög sem gera Hæstarétti ekki kleyft að dæma með öðrum hætti en þeim sem um ræðir. Hvað þá að gera ekkert í málinu þegar fyrir liggur túlkun Hæstarréttar á þessu lagaákvæði.

Slóðin inn á grein Brynjars Níelssonar hrl.:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Brynjar/rettlaeti-og-sanngirni


Bloggfærslur 12. nóvember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 3177
  • Frá upphafi: 2561975

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2947
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband