Leita í fréttum mbl.is

Kalli vinur minn vill líka fá lán

Kalli vinur minn sagðist eiga í erfiðleikum með að greiða laun starfsmanna fyrirtækisins en það væri allt í lagi. Hann ætlaði að fá lán hjá viðskiptabanka fyrirtækisins fyrir rekstrarkostnaði. Ég spurði Kalla hvort hann hefði einhver veð. Kalli sagðist hafa veð í fyrirtækinu sem væri all nokkuð þar sem allir starfsmenn félagsins væru sérfræðingar og ómetanlegir fyrir íslenska þjóð. Já sagði ég en Kalli þetta er meir en milljarður er þetta ekki svolítið 2007.

Nei sagði Kalli þetta er einmitt 2009.  Ríkisbankarnir fella niður  milljarða og Landsbankinn lánaði Decode einn og hálfan milljarð í byrjun ársins til að borga laun og annan rekstrarkostnað og fékk sambærilegt veð og ég er að bjóða. Já sagði ég en þú ert búinn að reka fyrirtækið í mörg ár með bullandi tapi Kalli og skuldar ofboðslega mikið.  Skiptir engu sagði Kalli það var Kári Stefánsson og Decode líka. Er ekki jafnræði í þjóðfélaginu?

Hvernig er það annars er ekki  ríkisábyrgð á ríkisbönkunum?  Borga skattgreiðendur ekki allar niðurfellingar, vitlausar lánveitingar og rugl í bönkunum?


Bloggfærslur 19. nóvember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 3177
  • Frá upphafi: 2561975

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2947
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband