Leita í fréttum mbl.is

Hvað vill Arion banki?

Arion banki hefur ráð stærstu smásölukeðjunar í höndum sér.  Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður talsmaður hóps sem vilja kaupa keðjuna segir að stjórnendur bankans vilji ekkert tala við sig af viti. Á sama tíma er sagt frá því að Aríon banki sé í viðræðum við þá sem nú stjórna keðjunni.  Svo virðist sem stjórnendur Arion vilji ekki tala við aðra.

Íslensk verslun er sú óhagkvæmasta og dýrasta í okkar heimshluta. Þar ræður mestu hvernig Hagar reka verslanir sínar vegna þess að þeir eru markaðsráðandi. Stjórnendur Arion banka virðast staðráðnir í að halda þessari óhagkvæmu og samkeppnishamlandi skipan. Af hverju ekki að nýta tækifærið og brjóta keðjuna upp og reka í hagkvæmari einingum og leyfa einstaklingsfrelsinu og athafnafrelsinu að njóta sín. Gæti það ekki verið góður kostur fyrir neytendur.

Áður fyrr fóru einstaklingar og fyrirtæki á hausinn og gátu síðan byrjað upp á nýtt eins og dæmi er um marga íslenska athafnamenn í upphafi síðustu aldar. Þetta reyndist vel og ekki var svínað á samkeppnisaðilum. Af hverju má ekki fara að í samræmi við þessa eðlilegu leikreglu markaðssamfélagsins.


Bloggfærslur 23. nóvember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 3177
  • Frá upphafi: 2561975

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2947
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband