Leita í fréttum mbl.is

Segir viðskiptaráðherra af sér?

Spurning er hvort viðskiptaráðherra mun axla ábyrgð og segja af sér.  Í nokkurn tíma hefur flogið fyrir að Vinstri grænir vilji losna við hann. Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna ber viðskiptaráðherra og ríkisbankana þungum sökum.

Lilja Mósesdóttir er formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún sagði á Alþingi að Viðskiptanefnd hafi komist að raun um að bankarnir fari ekki að samræmdum lögum og reglum sem gilda varðandi endurskipulagningu fyrirtækja og hefur boðað viðskiptaráðherra á fund nefndarinnar á morgun.

Ummæli Lilju Mósesdóttur sýna fram á óþol gagnvart viðskiptaráðherra.  Það er alvarlegt þegar formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að bankarnir starfi ekki eftir lögum og reglum.  Ábyrgðina á því ber viðskiptaráðherra en hann eins og ríkisstjórnin hafa vanrækt að móta samræmdar reglur um starfsemi bankanna og gæta þess að þar sé farið að lögum. Þegar formaður Viðskiptanefndar segir nefndina hafa komist að raun um lögbrot bankanna þá liggja slíkar upplýsingar fyrir hjá Viðskiptaráðherra sem greinilega gerir ekkert í málinu. Viðskiptaráðherra var sá sem talaði hvað hæst um það á sínum tíma að aðrir tækju sinn poka og öxluðu ábyrgð. Hvað segir hann nú um sína ábyrgð?

Það verður óneitanlega fróðlegt að sjá hvernig þetta mál verður leyst á kærleiksheimili ríkisstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/25/bankar_fara_ekki_ad_reglum/

 


Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 3176
  • Frá upphafi: 2561974

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2946
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband