Leita í fréttum mbl.is

Með haustskipunum

Sú var tíðin að það tók mánuði og jafnvel ár að koma bréfum til skila. Það var á tímum hraðboða og seglskipa. Nú er önnur öld. Samt sem áður tekur það forsætisráðherra Breta 3 mánuði að svara bréfi forsætisráðherra Íslands. Hann sendi bréf sitt með haustskipunum eins og sagt var forðum. Raunar var bréfasending Jóhönnu Sigurðardóttur vafasöm. Nú á tímum eiga forustumenn þjóða fundi um viðkvæm mál eða  nota nútímalegri samskiptamáta en bréfaskipti

Svarbréf forsætisráðherra Breta er með ólíkindum.  Gordon Brown sýnir forsætisráðherra og Íslendingum algjöra lítilsvirðingu. Hann dregur í marga mánuði að svara. Þá undirstrikar hann lítilsvirðinguna með því að taka ekki á efnisatriðum bréfs Jóhönnu Sigurðardóttur. Þess eru fá dæmi að forsætisráðherra eins ríkis hafi sýnt forsætisráðherra annars ríkis jafnfádæma lítilsvirðingu.

Hvernig ætlar íslenska ríkisstjórnin að bregðast við því?

 

 


Bloggfærslur 26. nóvember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 3177
  • Frá upphafi: 2561975

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2947
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband