Leita í fréttum mbl.is

Neytendur gúrkur og grænmeti

Grænmetisframleiðendur héldu kröfugerðarfund við Alþingishúsið um daginn. Þeir vilja að rafmagnsverð til þeirra verði lækkað. Í sjálfu sér ágætt mál nema að því leyti að þá hækkar rafmagnsreikningurinn hjá okkur hinum. Landbúnaðarráðherra mælti með því enda skóflupakkið eins og Höskuldur vinur minn Höskuldsson nefnir meðgjafarlausa íslendinga ekki of gott til að borga.

Flest viljum við borða íslenskt og auka íslenska framleiðslu. Vörurnar verða þá að vera samkeppnisfærar.  Í búðinni áðan sá ég verð  á hollenskum tómötum kr. 239 kr. kg en íslenska kr. 399 eða 160 kr. dýrara kíló af íslenskum. Ég sá líka að íslenskar gúrkur voru mun dýrari en gúrkur frá Spáni. Hvað þá með blómin og kálið?

Hátt verð hækkar vísitölubundnu lánin. Gengi krónunnar er óeðlilega lágt og þá eiga íslenskir framleiðendur að geta boðið neytendum jafndýrar eða ódýrari vörur en þær erlendu.  Annars verður þessi framleiðsla of dýr fyrir okkur.  Í fyrsta lagi að borga hærra verð fyrir vöruna. Í öðru lagi að borga hærra verð fyrir rafmagnið. Í  þriðja lagi að borga af hærri verðtryggðum lánum.


Bankar og samkeppni

Svo virðist sem stjórnendur ríkisbankanna séu í óða önn að afskrifa milljarða skuldir markaðsráðandi fyrirtækja.  Með því koma bankarnir í veg fyrir  eðlilega samkeppni hvort heldur um er að ræða smásöluverslun, líkamsræktarstöðvar eða annað. Bankarnir afskrifa milljarða óráðssíumanna en láta dugandi athafnamenn borga að fullu. 

Þeir sem reka fyrirtækin sín af ráðdeild og hagsýni og skulda lítið eru látnir líða fyrir það af ríkisbönkunum. Ráðdeildarfólkið hefur þurft að keppa við fyrirtæki milljarðaskuldaranna sem hafa notað óeðlilegar bankafyrirgreiðslu til að ná yfirhöndinni í samkeppninni. Nú á enn á ný að refsa þeim og girða fyrir samkeppni til að breiða yfir mistök.

Svona þjóðfélag er "velferðarstjórn" valdaránsflokkanna í óða önn að byggja upp á grundvelli félagslegrar samhjálpar fyrir suma þá ofurskuldugu. ´

Hætt er við að Ísland fari niður fyrir Víetnam og Úkraínu í næsta mati Fitch greiningarfyrirtækisins með sama áframhaldi.

 


Bloggfærslur 5. nóvember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 296
  • Sl. viku: 3177
  • Frá upphafi: 2561975

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2947
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband