Leita í fréttum mbl.is

Svínaflensan ógurlega

Nú er komið í ljós að svínaflensan svokallaða er mildasti heimsfaraldur sem sögur fara af. Í byrjun maí mátti skilja á fréttamiðlum að þvílíkt fár væri í uppsiglingu þar sem svínaflensan var að Spánska veikin sem gekk yfir 1918 væri barnaleikur miðað við það sem nú væri í vændum. Ég var staddur erlendis á þessum tíma og dag eftir dag snérust heilu fréttatímar heimsféttamiðlana um þá ógn sem mannkyni öllu stafaði af svínaflensunni. Ferðir milli landa voru takmarkaðar og ferðamannaiðnaður Mexícó lagður í rúst.

Svo reyndist þetta ægilega fár geisa fyrst og fremst í fjölmiðlum. Samt sem áður dugði það til að æra fólk og ríkisstjórnir þannig að milljarðar skiptu um hendur vegna fjölmiðlaógnarinnar.  Nokkru áður komu fjölmiðlar á þeirri ógnarspá að fuglaflensa mundi verða ægilegasti faraldur allra tíma. Afleiðing þess var að milljónum fugla var slátrað og menn veltu því fyrir sér hér á landi hvaða varnarviðbúnað yrði að setja upp til að farfuglarnir kæmu ekki hingað ósótthreinsaðir. Svo hvarf sú vá.

Það er alltaf verið að finna upp nýja og nýja váboða. Stefnulausir stjórnmálamenn eru fljótir að renna í fjölmiðlaslóðina til að freista þess að slá sig til riddara sem baráttufólk gegn vánni. Þeir krefjst þess að gripið verði til dýrra aðgerða og það án tafar á kostnað almennings. Þannig hefur það verið með svínaflensuna og fuglaflensuna. 

Sama gildir e.t.v.  um loftslagsbreytingarflensuna?


Bloggfærslur 16. desember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 45
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 3211
  • Frá upphafi: 2562009

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 2980
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband