Leita í fréttum mbl.is

Kaldhæðni náttúruaflanna

Er það ekki með ólíkindum að þegar trúboðar hnattrænu hlýnunarinnar sem setið hafa á rökstólum í Kaupmannahöfn í heila viku til að velta upp hugmyndum um með hvaða hætti menn geti takmarkað hlýnun jarðar við 2 gráður að þá skuli þeir Gordon Brown og Sarkozy koma heim þar sem lestarsamgöngur á milli landanna eru frosnar og meiri kuldi en mælst hefur í langan tíma.

Obama Bandaríkjaforseti snýr til höfuðborgar sinnar Washington DC þar sem snjór er nú meiri en elstu menn muna.

Hvernig skyldu trúboðar hnattrænu hlýnunarinnar skýra þetta?

Verður jörðin ekki bara vistvænni ef það hlýnar um 2 gráður eða rúmlega það? 

Hvað svo sem hin pólitíska veðurfræði segir um það þá held ég að við höfum ekkert eða sára sára lítið með það að gera.

Hitt er svo annað mál að við eigum að takmarka óþverra og óþrif sem mest og þess vegna eigum við að gæta að okkur og sýna náttúrunni sem mesta tillitsemi, en ekki með því að setja á kvótakerfi losunar eða borga einræðisherrum eða spilltum stjórnvöldum út og suður milljarða á altari trúarbragðanna um hnattrænu hlýnunina.


Bloggfærslur 20. desember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 53
  • Sl. sólarhring: 171
  • Sl. viku: 3219
  • Frá upphafi: 2562017

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2988
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband