Leita í fréttum mbl.is

Löstur er ekki glæpur

Danir vilja virða lesti reykingarfólks og gefa því kost á að eiga sitt griðland. Danir hafa heimilað kráareigendum á krám sem eru 40 fermetrar eða minna að leyfa reykingar í sínum veitingahúsum. Nú sýna skoðanakannanir að meiri hluti Dana vill virða þennan sjálfsákvörðunarrétt og heimila reykingarfólki löst sinn án algers banns.

Við ættum að hugleiða þessa leið líka. Það er óneitanlega ankannalegt að sjá fólk norpa í vetrarkulda eða sumarrigningum fyrir utan veitingastaði. Annað sem væri þó betra að mínu mati og ég lagði til á þingi í fyrra, að heimila uppsetningu á sérstökum reykherbergjum.

Löstur er ekki glæpur og það verða rétttrúnaðarþjóðfélög ríkisafskipta af einstaklingunum að virða. Ég er persónulega algerlega á móti reykingum en get ekki og á ekki að stjórna því fyrir aðra svo fremi það trufli ekki þá sem ekki reykja.  Það hefði verið betra að við hefðum tileinkað okkur meira af dönsku umburðarlyndi.


Bloggfærslur 26. desember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 53
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 3219
  • Frá upphafi: 2562017

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2988
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband