Leita í fréttum mbl.is

Hvar eru mótmælendur nú?

Í fréttum er greint frá því að fjöldi lögreglumanna hafi hlotið alvarleg líkamleg meiðsl eftir óeirðir svonefndra mótmælenda við Alþingishúsið og Stjórnarráðið í fyrra. Skríl eins og þann sem veitti lögreglumönnunum þessi líkamsmeiðsl á að sækja til saka. Yfirstjórn lögreglunnar stóð því miður ekki nægjanlega með sínu fólki þegar óeirðirnar gengu yfir með því að handtaka og láta þá sæta refsiábyrgð sem unnið höfðu til þess.

Áður en átökin urðu hörð höfðu Steingrímur J. Össur og Ögmundur lagt á ráðin um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú hefur byltingin étið fyrsta barnið sitt Ögmund Jónasson sem rekinn var úr ríkisstjórninni.

Hvernig stóð á því að óeirðirnar fóru gjörsamlega úr böndum eftir samkomulag þremenningana?

Sumir segja að þar hafi óeirðaöflin í VG undir forustu heilbrigðisráðherra og skrímsladeildin í Samfylkingunni undir forustu utanríkisráðherra skipulagt aðför að sitjandi stjórnvöldum til að ná fram samstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar.

Nú ári síðar er ástandið alvarlegra en það var í janúar 2008. Ekkert hefur verið gert varðandi skuldavanda heimilanna sem skiptir máli.  Sömu athafnamennirnir sitja við völd í fyrirtækjunum sínum með örfáum undantekningum.  Enginn hefur verið lögsóttur og ríkisstjórnin er ónýt og úrræðalaus.

Samt sem áður mætir óeirðafólkið ekki lengur niður á Austurvöll.  Af hverju ekki? 

Var eina raunverulega markmið skipuleggjenda óeirðanna að fella sitjandi ríkisstjórn og koma á þeirri sem nú situr?


Bloggfærslur 9. desember 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 36
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 3202
  • Frá upphafi: 2562000

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 2972
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband