Leita í fréttum mbl.is

Sérstæðasta stjórnarmyndun sögunnar.

Óneitanlega er stjórnarmyndun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem hún ætlar að gera forsetanum grein fyrir í dag ein sú sérstæðasta ef ekki sú allra sérstæðasta í sögunni.

Í fyrsta lagi tók Ingibjörg mjög takmarkaðan þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Í annan stað þá myndar Ingibjörg Sólrún sem tók ekki þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum nema að litlum hluta ríkisstjórn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur

Í þriðja lagi þá var örlagavaldur verðandi ríkisstjórnar ekki flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina heldur Framsóknarflokkurinn sem situr á hliðarlínunni og lofar engum stuðningi öðrum en að verja ríkisstjórnina falli.

Í fjórða lagi þá var helsti talsmaður stjórnarmyndunarinnar hvorki Ingibjörg Sólrún né verðandi forsætisráðherra heldur Steingrímur J. Sigfússon formaður VG

Í fimmta lagi þá leggur verðandi ríkisstjórn ofurkapp á að starfa sem allra styst og lýsir þar með vantrausti á getu sjálfrar sín til að leysa brýnustu vandamál samfélagsins.

Í sjötta lagi þá lýsti örlagavaldur ríkisstjórnarmyndunarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson því yfir  á laugardaginn að  hluta Þingmanna Samfylkingarinnar væri ekki treystandi. Þrátt fyrir það ætlar hann  að leiða þá sem hann treystir ekki í minnihlutasamstarf í ríkisstjórn.

Fróðlegt verður að sjá hvort vegferð ríkisstjórnarinnar nýju verður jafn sérstæð og stjórnarmyndunin.


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2009

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 94
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 4459
  • Frá upphafi: 2558892

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 4168
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband